Handbolti

Öruggur sigur Vals gegn Stjörnunni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir skoraði sex mörk fyrir Val í kvöld.
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir skoraði sex mörk fyrir Val í kvöld. Mynd/Vilhelm
Valur átti ekki í teljandi vandræðum með Stjörnuna í fyrsta leik tímabilsins í N1-deild kvenna. Staðan í hálfleik var 10-7, Völsurum í vil.

Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir skoruðu báðar sex mörk fyrir Val í kvöld og Stjörnukonurnar Jóna Margrét Ragnarsdóttir og Sólveig Lára Kjærnested sömuleiðis fyrir sitt lið.

Guðný Jenný Ásmundsdóttir fór einnig á kostum í marki Vals og varði alls 24 skot af þeim 44 sem hún fékk á sig.

Val var spáð Íslandsmeistaratitlinum að þessu sinni en liðið er skipað mjög sterkum leikmönnum. Stjarnan er sömuleiðis með öflugt lið en litlu mátti reyndar muna að félagið hefði ekki sent lið til þátttöku í deildinni í vetur.

Stjarnan - Valur 20-28 (7-10)

Mörk Stjörnunnar: Jóna Margrét Ragnarsdóttir 6, Sólveig Lára Kjærnested 6, Esther Viktoría Ragnarsdóttir 4, Hanna G. Stefánsdóttir 2, Rut Steinsen 1, Kristín Clausen 1.

Varin skot: Helga Dóra Magnúsdóttir 7, Kristín Ósk Sævarsdóttir 4.

Mörk Vals: Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 6, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 6, Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 5, Karólína B. Gunnarsdóttir 5, Kristín Guðmundsdóttir 2, Þórunn Friðriksdóttir 2, Þorgerður Anna Atladóttir 2.

Varin skot: Guðný Jenný 24.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×