Handbolti

Valur vann þrettán marka sigur á ÍBV

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður Vals.
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður Vals. Mynd/Stefán
Valskonur unnu í kvöld öruggan þrettán marka sigur á nýliðum ÍBV í N1-deild kvenna, 33-20. Valskonur hafa því unnið báða leiki sína í upphafi tímabilsins.

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir skoraði níu mörk fyrir val í leiknum en Ester Óskarsdóttir sjö fyrir ÍBV. Staðan í hálfleik var 14-12 fyrir Val sem gerði út um leikinn með sex mörkum í röð í snemma í síðari hálfleik.

Valur og HK eru bæði með fullt hús stiga eftir tvo fyrstu leiki sína í deildinni en ÍBV hefur nú unnið einn leik og tapað einum. Næstu leikir í deildinni fara fram á miðvikudagskvöldið.

Valur - ÍBV 33-20 (14-12)

Mörk Vals: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 9, Dagný Skúladóttir 6, Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 6, Karólína B. Gunnarsdóttir 4, Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 3, Kristín Guðmundsdóttir 2, Nataly Sæunn Valencia 2, Arndís María Erlingsdóttir 1.

Mörk ÍBV: Ester Óskarsdóttir 7, Mariana Trbojevic 4, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 3, Ivina Mladenovic 3, Nina Lykke Pettersen 2, Aníta Elíasdóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×