Umfjöllun: Stórsigur KR-stúlkna á Keflavík Kolbeinn Tumi Daðason í DHL-höllinni skrifar 9. október 2011 18:30 Mynd/Stefán KR-stúlkur unnu í dag stórsigur á Keflavík í meistaraleik Körfuknattleikssambands Íslands. Lokatölurnar urðu 88-49 heimakonum í KR í vil í leik þar sem tvöfaldir meistarar Keflavíkur frá því í fyrra sáu aldrei til sólar. Gestirnir frá Keflavík skoruðu fyrstu fjögur stig leiksins í dag og virkuðu vel stemmdar. KR-stelpur, sem léku á heimavelli sínum, tóku þó fljótlega völdin og sigu fram úr. Liðið hafði sex stiga forskot 20-14 að loknum fyrsta leikhluta. Keflavíkurstúlkur reyndu hvað þær gátu að halda aftur af KR-ingum. Þær treystu þó of mikið á skot fyrir utan sem gekk ekki vel. Aðeins tvö af sautján þriggja stiga skotum þeirra í fyrri hálfleik rötuðu rétta leið. Staðan í hálfleik 42-26 KR í vil. KR-liðið hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik. Liðið skoraði níu fyrstu stig hálfleiksins og náði 25 stiga forystu. Fyrstu stig Keflavíkur í hálfleiknum komu þegar 4 mínútur og 45 sekúndur voru liðnar. Þriggja stiga karfa Sigrúnar Sjafnar Ámundadóttur í lok þriðja leikhluta sá til þess að KR hélt 25 stiga forskoti, 61-36. Þristurinn kom eftir sjö misheppnaðar tilraunir hennar fyrir utan en heimamenn fögnuðu körfunni jafnvel þrátt fyrir það. KR-stelpur héldu áfram að bæta forskotið í lokaleikhlutanum og unnu að lokum stórsigur, 88-49. Reyana Colson fór fyrir KR-liðinu hvort sem var í sókn eða vörn. Hún skoraði 22 stig auk þess að vera afar grimm í vörninni. Margrét Kara Sturludóttir, besti leikmaður Íslandsmótsins í fyrra, átti einnig afar góðan leik. Kara skoraði 23 stig. Jaleesa Butler var atkvæðamest gestanna. Hún skoraði 16 stig auk þess að taka fjölmörg fráköst. Miklu munaði um fjarveru Birnu Valgarðsdóttur sem var ekki á skýrslu hjá gestunum í leiknum. Slæm þriggja stiga nýtni beggja liða vakti athygli undirritaðs. Heimakonur hittu úr 6 af 23 skotum sínum fyrir utan. Gestirnir reyndu jafn oft en hittu aðeins þrisvar. Þriggja stiga línan var nýverið færð utar sem virðist ætla að gera leikmönnum erfitt fyrir.Keflavík-KR 49-88 (26-42)Keflavík: Jaleesa Butler 16/20 fráköst/5 varin skot, Pálína Gunnlaugsdóttir 13/5 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 9, Aníta Eva Viðarsdóttir 3, Lovísa Falsdóttir 3, Hrund Jóhannsdóttir 3/7 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 2.KR: Reyana Colson 23/13 fráköst/7 stolnir, Margrét Kara Sturludóttir 22/10 fráköst/6 stolnir, Bryndís Guðmundsdóttir 13/6 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 12/9 fráköst, Helga Einarsdóttir 5/6 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 4, Kristbjörg Pálsdóttir 3, Rannveig Ólafsdóttir 2, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 2, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 2. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
KR-stúlkur unnu í dag stórsigur á Keflavík í meistaraleik Körfuknattleikssambands Íslands. Lokatölurnar urðu 88-49 heimakonum í KR í vil í leik þar sem tvöfaldir meistarar Keflavíkur frá því í fyrra sáu aldrei til sólar. Gestirnir frá Keflavík skoruðu fyrstu fjögur stig leiksins í dag og virkuðu vel stemmdar. KR-stelpur, sem léku á heimavelli sínum, tóku þó fljótlega völdin og sigu fram úr. Liðið hafði sex stiga forskot 20-14 að loknum fyrsta leikhluta. Keflavíkurstúlkur reyndu hvað þær gátu að halda aftur af KR-ingum. Þær treystu þó of mikið á skot fyrir utan sem gekk ekki vel. Aðeins tvö af sautján þriggja stiga skotum þeirra í fyrri hálfleik rötuðu rétta leið. Staðan í hálfleik 42-26 KR í vil. KR-liðið hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik. Liðið skoraði níu fyrstu stig hálfleiksins og náði 25 stiga forystu. Fyrstu stig Keflavíkur í hálfleiknum komu þegar 4 mínútur og 45 sekúndur voru liðnar. Þriggja stiga karfa Sigrúnar Sjafnar Ámundadóttur í lok þriðja leikhluta sá til þess að KR hélt 25 stiga forskoti, 61-36. Þristurinn kom eftir sjö misheppnaðar tilraunir hennar fyrir utan en heimamenn fögnuðu körfunni jafnvel þrátt fyrir það. KR-stelpur héldu áfram að bæta forskotið í lokaleikhlutanum og unnu að lokum stórsigur, 88-49. Reyana Colson fór fyrir KR-liðinu hvort sem var í sókn eða vörn. Hún skoraði 22 stig auk þess að vera afar grimm í vörninni. Margrét Kara Sturludóttir, besti leikmaður Íslandsmótsins í fyrra, átti einnig afar góðan leik. Kara skoraði 23 stig. Jaleesa Butler var atkvæðamest gestanna. Hún skoraði 16 stig auk þess að taka fjölmörg fráköst. Miklu munaði um fjarveru Birnu Valgarðsdóttur sem var ekki á skýrslu hjá gestunum í leiknum. Slæm þriggja stiga nýtni beggja liða vakti athygli undirritaðs. Heimakonur hittu úr 6 af 23 skotum sínum fyrir utan. Gestirnir reyndu jafn oft en hittu aðeins þrisvar. Þriggja stiga línan var nýverið færð utar sem virðist ætla að gera leikmönnum erfitt fyrir.Keflavík-KR 49-88 (26-42)Keflavík: Jaleesa Butler 16/20 fráköst/5 varin skot, Pálína Gunnlaugsdóttir 13/5 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 9, Aníta Eva Viðarsdóttir 3, Lovísa Falsdóttir 3, Hrund Jóhannsdóttir 3/7 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 2.KR: Reyana Colson 23/13 fráköst/7 stolnir, Margrét Kara Sturludóttir 22/10 fráköst/6 stolnir, Bryndís Guðmundsdóttir 13/6 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 12/9 fráköst, Helga Einarsdóttir 5/6 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 4, Kristbjörg Pálsdóttir 3, Rannveig Ólafsdóttir 2, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 2, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 2.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti