Handbolti

Haukar og HK unnu sigra

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Brynja Magnúsdóttir, leikmaður HK.
Brynja Magnúsdóttir, leikmaður HK. Mynd/Vilhelm
Tveir leikir fóru fram í N1-deild kvenna í handbolta í dag en þá unnu Haukar og HK örugga sigra á andstæðingum sínum. HK kom sér á topp deildarinnar með sigrinum í dag.

HK vann lið KA/Þórs frá Akureyri, 30-19, eftir að hafa haft þriggja marka forystu í hálfleik, 11-8. Arna Björk Almarsdóttir skoraði sjö mörk fyrir HK og Jón Sigríður Halldórsdóttir sex. Hjá KA/Þór var Martha Hermannsdóttir markahæst með átta mörk.

Haukar unnu Gróttu, 27-21, en Hafnfirðingar voru með fjögurra marka forystu í hálfleik, 14-10. Karen Helga Sigurjónsdóttir skoraði níu mörk fyrir Hauka en Sunna María Einarsdóttir níu mörk fyrir Gróttu.

Markverðir HK og Hauka áttu einnig stórleik í dag og voru báðir með 50 prósenta markvörslu.

HK - KA/Þór 30-19 (11-8)

Mörk HK: Arna Björk Almarsdóttir 7, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 6, Elva Björg Arnarsdóttir 4, Emma Havin Havoody 3, Gerður Arinbjarnar 2, Elísa Ósk Viðarsdóttir 2, Harpa Baldursdóttir 2, Tinna Rögnvaldsdóttir 1, Brynja Magnúsdóttir 1, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 1.

Varin skot: Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir 19.

Mörk KA/Þórs: Martha Hermannsdóttir 8, Ásdís Sigurðardóttir 5, Kolbrún Gígja Einarsdóttir 3, Arna Erlingsdóttir 2, Kolbrá Ingólfsdóttir 1.

Varin skot: Frida Petersen 15.

Haukar - Grótta 27-21 (14-10)

Mörk Hauka: Karen Helga Sigurjónsdóttir 9, Erla Eiríksdóttir 4, Elsa Björg Árnadóttir 4, Silja Ísberg 3, Marija Gedroit 3, Viktoría Valdimarsdóttir 1.

Varin skot: Sólveig Björk Ásmundardóttir 21.

Mörk Gróttu: Sunna María Einarsdóttir 9, Elín Helga Jónsdóttir 3, Ásgerður Dúa Jóhannesdóttir 2, Eva Björk Davíðsdóttir 2, Björg Fenger 2, Tinna Laxdal 1, Lovísa Rós Jóhannsdóttir 1, Rebekka Guðmundsdóttir 1.

Varin skot: Hugrún Lena Hansdóttir 5.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×