Viðskipti erlent

Google frestar nýrri uppfærslu Android

Talið er að uppfærslan muni sameina spjaldtölvu- og farsímaútgáfu Android stýrikerfisins.
Talið er að uppfærslan muni sameina spjaldtölvu- og farsímaútgáfu Android stýrikerfisins.
Google ætlar ekki að ýta úr vör nýrri útgáfu af Android stýrikerfinu vinsæla, en áætlað var að kynna uppfærsluna í dag. Í yfirlýsingu segir að Google hafi ákveðið að fresta kynningunni af virðingu við Steve Jobs, fyrrum forstjóra Apple.

Jobs lést síðastliðinn miðvikudag.

Líkt og allar uppfærslur Android stýrikerfisins ber nýja útgáfan sykursætt nafn. Að þessu sinni er uppfærslan kölluð Ice Cream Sandwich.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×