Lýðskrumskast Ólafur Stephensen skrifar 4. október 2011 08:43 Bankarnir njóta lítilla vinsælda þessa dagana. Það mátti sjá á kröfuspjöldum á Austurvelli í gærkvöldi og ekki síður heyra í ræðum þingmanna í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Þeir stukku hver af öðrum upp á vagninn og dembdu sér yfir bankana í sameiginlegu lýðskrumskasti. Fremstur í flokki fór forsætisráðherrann, sem talaði í öðru orðinu um mikilvægi þess að endurreisa fjármálakerfi landsins en í hinu að hún skildi vel þá reiði sem beindist að bönkunum og gagnrýndi "ótrúlegar tölur" um "ofurhagnað" þeirra. Forsætisráðherrann hvatti bankana til að lækka vexti og skila einhverju af hagnaðinum aftur til samfélagsins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var á sömu slóðum og sagði fréttir af hagnaði bankanna valda "ólgu og vonbrigðum", af því að búið hefði verið að segja fólki að svigrúmi bankanna til að lækka skuldir heimila og einstaklinga hefði verið ráðstafað og rúmlega það. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, var síðan við sitt sama heygarðshorn og heimtaði almenna skuldaleiðréttingu á kostnað bankanna eina ferðina enn. Það hlýtur að minnsta kosti að mega gera þá kröfu til forsætisráðherrans að hún viti hvernig hagnaður bankanna er til kominn og hvaða mælikvarða stjórnsýslan, sem hún stýrir sjálf, leggur á hann. Í fyrra mat Bankasýsla ríkisins það svo að afkoma af reglulegum rekstri Arion banka og Landsbankans væri langt frá því að vera viðunandi út frá því sem kalla mætti eðlilega ávöxtunarkröfu. Í ár telur sama stofnun að hagnaður af reglulegum rekstri bankanna sé að komast í viðunandi horf. Arðsemiskrafan segir til um hvaða afkomu bankarnir þurfa að skila til að vera vænleg fjárfesting sem fólk vill leggja peninga í. Þá er ekki aðeins átt við útlenda kröfuhafa heldur líka íslenzka skattgreiðendur sem eiga Landsbankann nær allan og drjúgan hlut í Arion banka. Hagnaður bankanna af óreglulegum liðum er tilkominn vegna tímabundinna þátta og tæplega varanlegur. Hjá Arion banka og Landsbankanum kemur til endurmat á lánum til fyrirtækja. Það ættu að vera góðar fréttir að fyrirtæki geti borgað meira en menn töldu áður að þau gætu, en þýðir ekki að afsláttur sem gefinn var af lánum til heimila við færslu þeirra yfir í nýjan banka hafi ekki verið nýttur. Hjá Landsbankanum er stór hluti hagnaðarins til kominn vegna gengisójöfnuðar í eignasafninu, sem getur líka virkað í hina áttina og valdið bankanum stórfelldu tjóni. Af þessum ástæðum er varasamt fyrir ríkisstjórnina að vilja setja á nýjan bankaskatt til að ná hagnaðinum af bönkunum. Til lengri tíma litið getur slíkur skattur skaðað bankana og verður alveg örugglega ekki til að hjálpa þeim að lækka vexti. Það er ábyrgðarhluti þegar stjórnmálamenn halda áfram að tala á þann veg að hægt sé að gefa enn meira eftir af skuldum bankanna. Forsætisráðherrann talaði til dæmis af sér í síðustu viku, þegar hún sagðist telja sjálfsagt að skoða slíkt. Ef fólk heldur að enn meiri skuldaniðurfelling geti verið á leiðinni munu margir áfram draga að gera nokkuð í sínum málum. Gjörðir bankanna eftir hrun eru að sjálfsögðu ekki yfir gagnrýni hafnar. En stjórnmálamenn mættu gjarnan ræða þær af meiri virðingu fyrir staðreyndum og gæta þess að búa ekki til falsvonir hjá fólki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun
Bankarnir njóta lítilla vinsælda þessa dagana. Það mátti sjá á kröfuspjöldum á Austurvelli í gærkvöldi og ekki síður heyra í ræðum þingmanna í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Þeir stukku hver af öðrum upp á vagninn og dembdu sér yfir bankana í sameiginlegu lýðskrumskasti. Fremstur í flokki fór forsætisráðherrann, sem talaði í öðru orðinu um mikilvægi þess að endurreisa fjármálakerfi landsins en í hinu að hún skildi vel þá reiði sem beindist að bönkunum og gagnrýndi "ótrúlegar tölur" um "ofurhagnað" þeirra. Forsætisráðherrann hvatti bankana til að lækka vexti og skila einhverju af hagnaðinum aftur til samfélagsins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var á sömu slóðum og sagði fréttir af hagnaði bankanna valda "ólgu og vonbrigðum", af því að búið hefði verið að segja fólki að svigrúmi bankanna til að lækka skuldir heimila og einstaklinga hefði verið ráðstafað og rúmlega það. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, var síðan við sitt sama heygarðshorn og heimtaði almenna skuldaleiðréttingu á kostnað bankanna eina ferðina enn. Það hlýtur að minnsta kosti að mega gera þá kröfu til forsætisráðherrans að hún viti hvernig hagnaður bankanna er til kominn og hvaða mælikvarða stjórnsýslan, sem hún stýrir sjálf, leggur á hann. Í fyrra mat Bankasýsla ríkisins það svo að afkoma af reglulegum rekstri Arion banka og Landsbankans væri langt frá því að vera viðunandi út frá því sem kalla mætti eðlilega ávöxtunarkröfu. Í ár telur sama stofnun að hagnaður af reglulegum rekstri bankanna sé að komast í viðunandi horf. Arðsemiskrafan segir til um hvaða afkomu bankarnir þurfa að skila til að vera vænleg fjárfesting sem fólk vill leggja peninga í. Þá er ekki aðeins átt við útlenda kröfuhafa heldur líka íslenzka skattgreiðendur sem eiga Landsbankann nær allan og drjúgan hlut í Arion banka. Hagnaður bankanna af óreglulegum liðum er tilkominn vegna tímabundinna þátta og tæplega varanlegur. Hjá Arion banka og Landsbankanum kemur til endurmat á lánum til fyrirtækja. Það ættu að vera góðar fréttir að fyrirtæki geti borgað meira en menn töldu áður að þau gætu, en þýðir ekki að afsláttur sem gefinn var af lánum til heimila við færslu þeirra yfir í nýjan banka hafi ekki verið nýttur. Hjá Landsbankanum er stór hluti hagnaðarins til kominn vegna gengisójöfnuðar í eignasafninu, sem getur líka virkað í hina áttina og valdið bankanum stórfelldu tjóni. Af þessum ástæðum er varasamt fyrir ríkisstjórnina að vilja setja á nýjan bankaskatt til að ná hagnaðinum af bönkunum. Til lengri tíma litið getur slíkur skattur skaðað bankana og verður alveg örugglega ekki til að hjálpa þeim að lækka vexti. Það er ábyrgðarhluti þegar stjórnmálamenn halda áfram að tala á þann veg að hægt sé að gefa enn meira eftir af skuldum bankanna. Forsætisráðherrann talaði til dæmis af sér í síðustu viku, þegar hún sagðist telja sjálfsagt að skoða slíkt. Ef fólk heldur að enn meiri skuldaniðurfelling geti verið á leiðinni munu margir áfram draga að gera nokkuð í sínum málum. Gjörðir bankanna eftir hrun eru að sjálfsögðu ekki yfir gagnrýni hafnar. En stjórnmálamenn mættu gjarnan ræða þær af meiri virðingu fyrir staðreyndum og gæta þess að búa ekki til falsvonir hjá fólki.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun