Lífið

Þetta var sko alvöru selebsamkoma

Kvikmyndin Eldfjall í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar var loksins frumsýnd á Íslandi á fimmtudagskvöld með viðhafnarsýningu í Háskólabíói. Myndinni var vel tekið með dynjandi lófataki og ekki var laust við að gestir felldu þó nokkur tár.

Að lokinni sýningu héldu aðstandendur myndarinnar og frumsýningargestir á Kex Hostel við Skúlagötu þar sem var fagnað fram á nótt.

Eins og þessar myndir sýna var gleðin við völd.

Eldfjall hefur undanfarna mánuði sankað að sér verðlaunum og viðurkenningum á kvikmyndahátíðum út um allan heim. Myndin hlaut um helgina tvenn verðlaun á lokahátíð RIFF, kvikmyndaverðlaun kirkjunnar og Fipresci gagnrýnendaverðlaunin.

Eldfjall er komin í almennar sýningar í kvikmyndahúsum á Íslandi.

Facebook síða myndarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×