Beint eða óbeint Þorsteinn Pálsson skrifar 2. október 2011 15:21 Síðustu ár hafa einkennst af þrá eftir lausnarorðum. Eitt af andsvörunum við þessari þrá er hugtakið beint lýðræði. Kjósendur gera þá sjálfir út um einstök mál í stað þjóðkjörinna fulltrúa. Almennt er gengið út frá því sem vísu að slík breyting sé stjórnarbót. Fátítt er að sjá samanburð á þessum tveimur formum lýðræðis og mat á því hvernig hagsmunum almennings er best skipað í raun og veru. Efasemdum um þjóðaratkvæðagreiðslur sem lausn á stjórnskipunarvanda landsins er yfirleitt svarað með spurningu: Treysta menn ekki fólkinu? Svarið er afdráttarlaust: Jú. Rökræðum er lokið. Þessi einfalda afgreiðsla breytir samt ekki þeim veruleika að málið er flóknara þegar það er brotið til mergjar. Álitaefnin snúast ekki um traust stjórnmálamanna á kjósendum. Almennir borgarar geta einfaldlega séð hag sínum betur borgið með því að velja fulltrúa til að taka einstakar ákvarðanir. Þjóðaratkvæðagreiðslur geta haft margvíslegan tilgang. Einn er sá að færa kjósendum löggjafarvaldið í ríkum mæli eins og nú er rætt mest um. Annar er sá að takmarka vald Alþingis í nánar skilgreindum málum. Samþykktir þess þurfa í þeim tilvikum staðfestingar þjóðarinnar. Þriðji er sá að vernda minnihlutann fyrir ofríki meirihlutans. Minnihluti þingmanna getur þá, ef hann telur gjá hafa myndast milli þings og þjóðar, skotið máli til endanlegs úrskurðar hennar. Gildandi stjórnskipunarreglur eru ófullkomnar að því er varðar alla þessa þrjá þætti. Áhöld Margt mælir með því að hafa ákvæði um þjóðaratkvæði til að takmarka vald Alþingis þegar tiltekin mál eru til meðferðar og styrkja minnihlutann. Um hitt eru meiri áhöld hvort færa á löggjafarvaldið í ríkum mæli frá Alþingi. Þar þarf að huga að ýmsum viðmiðum og gildum sem ekki verða slitin frá lýðræðishugtakinu sjálfu og verða óhjákvæmilega víkjandi í þjóðaratkvæðagreiðslum. Þekking og yfirsýn eru grundvallaratriði varðandi allar lýðræðislegar ákvarðanir. Á fulltrúaþingum ná aldrei allir að kynna sér einstök mál til hlítar. Þetta er því erfiðara þegar öll þjóðin tekur ákvörðun. Miðlun upplýsinga er að sönnu meiri en áður en að sama skapi er hún yfirborðskenndari. Skilvirkni er eitt þessara viðmiða. Það skiptir almenning miklu máli að stjórnskipunarkerfið sé skilvirkt. Ákvörðunartaka þarf að ganga greiðlega fyrir sig. Eftir því sem þjóðfélagsaðstæður kalla á fleiri lagaákvarðanir hefur þetta meiri þýðingu. Segja má að þessi krafa sé einmitt sterkari í ljósi aukins hraða og meira upplýsingaflæðis. Málamiðlun er hluti af lýðræðinu og þar af leiðandi viðmið sem þarf að hafa í huga. Möguleikinn á að taka tillit til álita minnihlutahópa og tengja saman ólík viðhorf er ekki fyrir hendi í þjóðaratkvæði með sama hætti og málsmeðferðarreglur þjóðþinga tryggja. Ofríki meirihlutans hefur verið viðfangsefni allar götur frá tímum grísku stjórnspekinganna. Fulltrúalýðræðið mildar það en beina lýðræðið skerpir það. Ábyrgð er mikilvægt viðmið sem ekki má verða viðskila við lýðræðið. Þegar þjóðin tekur ákvarðanir í öllum mikilvægustu málum getur hún ekki kallað neinn til ábyrgðar. Það er aðeins unnt gagnvart kjörnum fulltrúum. Ábyrgðin er öryggisnet í lýðræðisskipulaginu. Þegar ekki er unnt að gera þá ábyrga sem ákvarðanir taka hverfur þetta öryggisnet. Á beinið Bein ákvarðanataka kjósenda er meira lýðræði í þeim skilningi að þeir sem valdið er sótt til taka sjálfir fleiri ákvarðanir. En hvort það er betra lýðræði er annað mál sem ekki verður mælt með tölfræði einni saman. Þau viðmið og gildi sem víkja við þjóðaratkvæðagreiðslur lúta að almannahagsmunum. Mestu máli skiptir að kjósendur viti vel hvað þeir fá og sé ljóst hvað þeir missa. Hér verður ekki bæði sleppt og haldið. Með beinu lýðræði eru meiri möguleikar fyrir stjórnmálamenn að sitja á hefðartindi stjórnmálanna án þess að axla þá ábyrgð sem því fylgir að taka ákvörðun í stærstu málum. Það er þægilegra fyrir stjórnmálamennina. Áhugi þeirra er því skiljanlegur. En er víst að kjósendur telji það til bóta? Samhliða tillögum um að auka beint lýðræði hefur þegar verið heimilað að fjölga ráðherrum um helming og tvöfalda tölu borgarfulltrúa. Þá eru tillögur frá stjórnlagaráði um að fjölga þeim sem sitja á Alþingi úr 63 í allt að 79. Rökrétt hefði verið að fækka ráðherrum og þingmönnum að óbreyttu en verulega eftir því sem beint lýðræði verður virkara. Í þessu ráðlagi eru svo mögnuð öfugmæli að ekki er einu sinni unnt að hafa getsakir um hvað býr að baki, hvað þá heldur að finna þeim skynsamlegar skýringar. Þingmenn hafa farið á beinið fyrir minni rökvillur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Síðustu ár hafa einkennst af þrá eftir lausnarorðum. Eitt af andsvörunum við þessari þrá er hugtakið beint lýðræði. Kjósendur gera þá sjálfir út um einstök mál í stað þjóðkjörinna fulltrúa. Almennt er gengið út frá því sem vísu að slík breyting sé stjórnarbót. Fátítt er að sjá samanburð á þessum tveimur formum lýðræðis og mat á því hvernig hagsmunum almennings er best skipað í raun og veru. Efasemdum um þjóðaratkvæðagreiðslur sem lausn á stjórnskipunarvanda landsins er yfirleitt svarað með spurningu: Treysta menn ekki fólkinu? Svarið er afdráttarlaust: Jú. Rökræðum er lokið. Þessi einfalda afgreiðsla breytir samt ekki þeim veruleika að málið er flóknara þegar það er brotið til mergjar. Álitaefnin snúast ekki um traust stjórnmálamanna á kjósendum. Almennir borgarar geta einfaldlega séð hag sínum betur borgið með því að velja fulltrúa til að taka einstakar ákvarðanir. Þjóðaratkvæðagreiðslur geta haft margvíslegan tilgang. Einn er sá að færa kjósendum löggjafarvaldið í ríkum mæli eins og nú er rætt mest um. Annar er sá að takmarka vald Alþingis í nánar skilgreindum málum. Samþykktir þess þurfa í þeim tilvikum staðfestingar þjóðarinnar. Þriðji er sá að vernda minnihlutann fyrir ofríki meirihlutans. Minnihluti þingmanna getur þá, ef hann telur gjá hafa myndast milli þings og þjóðar, skotið máli til endanlegs úrskurðar hennar. Gildandi stjórnskipunarreglur eru ófullkomnar að því er varðar alla þessa þrjá þætti. Áhöld Margt mælir með því að hafa ákvæði um þjóðaratkvæði til að takmarka vald Alþingis þegar tiltekin mál eru til meðferðar og styrkja minnihlutann. Um hitt eru meiri áhöld hvort færa á löggjafarvaldið í ríkum mæli frá Alþingi. Þar þarf að huga að ýmsum viðmiðum og gildum sem ekki verða slitin frá lýðræðishugtakinu sjálfu og verða óhjákvæmilega víkjandi í þjóðaratkvæðagreiðslum. Þekking og yfirsýn eru grundvallaratriði varðandi allar lýðræðislegar ákvarðanir. Á fulltrúaþingum ná aldrei allir að kynna sér einstök mál til hlítar. Þetta er því erfiðara þegar öll þjóðin tekur ákvörðun. Miðlun upplýsinga er að sönnu meiri en áður en að sama skapi er hún yfirborðskenndari. Skilvirkni er eitt þessara viðmiða. Það skiptir almenning miklu máli að stjórnskipunarkerfið sé skilvirkt. Ákvörðunartaka þarf að ganga greiðlega fyrir sig. Eftir því sem þjóðfélagsaðstæður kalla á fleiri lagaákvarðanir hefur þetta meiri þýðingu. Segja má að þessi krafa sé einmitt sterkari í ljósi aukins hraða og meira upplýsingaflæðis. Málamiðlun er hluti af lýðræðinu og þar af leiðandi viðmið sem þarf að hafa í huga. Möguleikinn á að taka tillit til álita minnihlutahópa og tengja saman ólík viðhorf er ekki fyrir hendi í þjóðaratkvæði með sama hætti og málsmeðferðarreglur þjóðþinga tryggja. Ofríki meirihlutans hefur verið viðfangsefni allar götur frá tímum grísku stjórnspekinganna. Fulltrúalýðræðið mildar það en beina lýðræðið skerpir það. Ábyrgð er mikilvægt viðmið sem ekki má verða viðskila við lýðræðið. Þegar þjóðin tekur ákvarðanir í öllum mikilvægustu málum getur hún ekki kallað neinn til ábyrgðar. Það er aðeins unnt gagnvart kjörnum fulltrúum. Ábyrgðin er öryggisnet í lýðræðisskipulaginu. Þegar ekki er unnt að gera þá ábyrga sem ákvarðanir taka hverfur þetta öryggisnet. Á beinið Bein ákvarðanataka kjósenda er meira lýðræði í þeim skilningi að þeir sem valdið er sótt til taka sjálfir fleiri ákvarðanir. En hvort það er betra lýðræði er annað mál sem ekki verður mælt með tölfræði einni saman. Þau viðmið og gildi sem víkja við þjóðaratkvæðagreiðslur lúta að almannahagsmunum. Mestu máli skiptir að kjósendur viti vel hvað þeir fá og sé ljóst hvað þeir missa. Hér verður ekki bæði sleppt og haldið. Með beinu lýðræði eru meiri möguleikar fyrir stjórnmálamenn að sitja á hefðartindi stjórnmálanna án þess að axla þá ábyrgð sem því fylgir að taka ákvörðun í stærstu málum. Það er þægilegra fyrir stjórnmálamennina. Áhugi þeirra er því skiljanlegur. En er víst að kjósendur telji það til bóta? Samhliða tillögum um að auka beint lýðræði hefur þegar verið heimilað að fjölga ráðherrum um helming og tvöfalda tölu borgarfulltrúa. Þá eru tillögur frá stjórnlagaráði um að fjölga þeim sem sitja á Alþingi úr 63 í allt að 79. Rökrétt hefði verið að fækka ráðherrum og þingmönnum að óbreyttu en verulega eftir því sem beint lýðræði verður virkara. Í þessu ráðlagi eru svo mögnuð öfugmæli að ekki er einu sinni unnt að hafa getsakir um hvað býr að baki, hvað þá heldur að finna þeim skynsamlegar skýringar. Þingmenn hafa farið á beinið fyrir minni rökvillur.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun