CCP segir upp 20 prósent starfsmanna 19. október 2011 14:30 Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP Íslenska fyrirtækið CCP, sem framleiðir meðal annars tölvuleikinn Eve Online sem hefur notið gríðarlegra vinsælda um allan heim, hefur ákveðið að segja upp tuttugu prósent starfsmanna en um 600 starfa hjá fyrirtækinu núna. Þrjátíu og fjórum verður sagt upp í Reykjavík, flestir þeirra Íslendingar. CCP ætlar að veita starfsmönnum sem verður sagt upp stuðning og hjálp við að finna ný störf sem henta hæfileikum þeirra, segir í tilkynningu. Áhrif skipulagsbreytinganna eru mestar á starfsstöð CCP í Atlanta í Bandaríkjunum, þar sem verður fækkað um 80 störf.Tilkynningin í heild sinni:Í dag voru kynntar skipulagsbreytingar hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP í tengslum við endurskoðun á þróunarstarfi fyrirtækisins. Breytingarnar fela í sér aukna áherslu á tvær mikilvægustu vörur fyrirtækisins í dag; fjölspilunarleikinn EVE Online og fyrstu persónu skotleikinn DUST 514 sem kemur út fyrir Sony PlayStation 3 leikjatölvur á næsta ári. Samhliða aukinni áherslu á þessar tvær helstu framleiðsluvörur CCP þá verður hægt á þróun þriðja tölvuleiks fyrirtækisins; World of Darkness.Breytingarnar hafa í för með sér að störfum á starfsstöðvum CCP í Atlanta í Bandaríkjunum og í Reykjavík fækkar. Alls er um að ræða um 20% fækkun starfsmanna CCP, sem í dag eru um 600 manns. Störfum fækkar aðallega í Atlanta þar sem þróunarvinnan við World of Darkness fer fram, en 34 störf verða jafnframt lögð niður í Reykjavík. CCP mun leggja áherslu á að veita þeim starfsmönnum sem hér eiga í hlut stuðning og hjálp við að finna ný störf sem henta hæfileikum þeirra.World of Darkness er eitt þeirra þróunarverkefna sem CCP hóf eftir sameininguna við bandaríska fyrirtækið White Wolf Publishing árið 2006. Vinna við World of Darkness mun halda áfram þó færra starfsfólk muni sinna þróun leiksins. EVE Online kom fyrst út árið 2003 og hefur ólíkt mörgum öðrum fjölspilunarleikjum vaxið ár frá ári, og er þetta ár engin undantekning. Stefna CCP er að styðja enn betur við bakið á þróun EVE Online og viðbóta við leikinn á næstu misserum og útgáfu DUST 514 á næsta ári. Áhrifin mest í AtlantaÁhrif skipulagsbreytinganna eru mestar á starfsstöð CCP í Atlanta í Bandaríkjunum, þar sem fækkað verður um 80 störf. Hér á landi munu 34 störf verða lögð niður. Alls fela skipulagsbreytingarnar í sér um 20% fækkun starfsmanna CCP, en þeir eru nú um 600 talsins á fimm stöðum í heiminum: Atlanta, Reykjavík, Shanghai, New York og Newcastle. Litlar sem engar breytingar verða hjá starfsstöðvum CCP í Newcastle, New York og Shanghai.Hilmar Veigar Pétursson forstjóri CCP er um þessar mundir staddur í Atlanta og vinnur að því með stjórnendum skrifstofunnar þar að endurskipuleggja starfsemina og færa til samræmis við breyttar áherslur fyrirtækisins. Haft hefur verið samráð við Vinnumálastofnun vegna þeirra starfsmanna sem missa störf sín hér á landi, og sambærileg yfirvöld í Georgíufylki í Bandaríkjunum. CCP mun leggja áherslu á að veita þeim persónulega ráðgjöf og stuðning við að takast á við þessar breytingar og við að finna ný störf.Stjórnendum CCP þykir leitt að sjá á eftir þeim af hæfileikaríku starfsmönnum sem nú skilja við fyrirtækið.Aukin áhersla á EVE heiminnVöxtur EVE Online millir ára milli ára bendir til þess að verulegt tækifæri sé fólgið í því að þróa og efla EVE heiminn enn frekar. Þetta er í samræmi við væntingar stjórnenda CCP um bjarta framtíð sýndarheima og stefnu fyrirtækisins um að halda áfram að bjóða spilurum EVE Online upp á nýja möguleika og viðbætur. Tenging EVE-heimsins við PlayStation leikjatölvur með tilkomu DUST 514 skotleiksins skapar enn fremur fjölmörg tækifæri fyrir báða þessa leiki. Það er mat CCP að hagsmunir fyrirtækisins af því að fullnýta þessi tækifæri kalli á endurskoðun á því hvernig kröftum fyrirtækisins er skipt.Markmiðið með þeirri endurskoðun sem nú á sér stað er að tryggja áframhaldandi vöxt og viðgang CCP til lengri tíma litið. Mikil gerjun hefur verið í kringum EVE Online samfélagið á undanförnum misserum. Stjórnendur og starfsmenn CCP eru ákveðnir í því að vinna náið með aðdáendum leiksins að því að víkka þetta sigursæla netsamfélag enn frekar út á næstu mánuðum. Aðdáendur EVE Online munu sjá merki um árangur áðurnefndra breytinga á þróunarstarfi CCP strax í næstu uppfærslu af leiknum, sem væntanleg er síðar í vetur.CCP var stofnað árið 1997 og er með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík. Fyrirtækið hefur selt áskrifendum aðgang að EVE Online fjölspilunarleiknum undanfarin átta ár og er hann einn vinsælasti leikur sinnar tegundar í heiminum. Reglulega hafa komið út viðbætur við hann sem aukið hafa við upplifun spilaranna og nýtt framfarir sem orðið hafa í tölvuleikjaþróun í gegnum árin. Fyrr á þessu ári var kynnt samstarf CCP við Sony leikjarisann um útgáfu á öðrum leik fyrirtækisins, skotleiknum DUST 514, fyrir PlayStation 3 leikjatölvur sem kemur á markað á næsta ári.CCP mun halda áfram að vera í fararbroddi í tölvuleikjaiðnaðinum og haga framleiðslu sinni, leikja- og tækniþróun í takt við síbreytilegan markað. Leikjavísir Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Íslenska fyrirtækið CCP, sem framleiðir meðal annars tölvuleikinn Eve Online sem hefur notið gríðarlegra vinsælda um allan heim, hefur ákveðið að segja upp tuttugu prósent starfsmanna en um 600 starfa hjá fyrirtækinu núna. Þrjátíu og fjórum verður sagt upp í Reykjavík, flestir þeirra Íslendingar. CCP ætlar að veita starfsmönnum sem verður sagt upp stuðning og hjálp við að finna ný störf sem henta hæfileikum þeirra, segir í tilkynningu. Áhrif skipulagsbreytinganna eru mestar á starfsstöð CCP í Atlanta í Bandaríkjunum, þar sem verður fækkað um 80 störf.Tilkynningin í heild sinni:Í dag voru kynntar skipulagsbreytingar hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP í tengslum við endurskoðun á þróunarstarfi fyrirtækisins. Breytingarnar fela í sér aukna áherslu á tvær mikilvægustu vörur fyrirtækisins í dag; fjölspilunarleikinn EVE Online og fyrstu persónu skotleikinn DUST 514 sem kemur út fyrir Sony PlayStation 3 leikjatölvur á næsta ári. Samhliða aukinni áherslu á þessar tvær helstu framleiðsluvörur CCP þá verður hægt á þróun þriðja tölvuleiks fyrirtækisins; World of Darkness.Breytingarnar hafa í för með sér að störfum á starfsstöðvum CCP í Atlanta í Bandaríkjunum og í Reykjavík fækkar. Alls er um að ræða um 20% fækkun starfsmanna CCP, sem í dag eru um 600 manns. Störfum fækkar aðallega í Atlanta þar sem þróunarvinnan við World of Darkness fer fram, en 34 störf verða jafnframt lögð niður í Reykjavík. CCP mun leggja áherslu á að veita þeim starfsmönnum sem hér eiga í hlut stuðning og hjálp við að finna ný störf sem henta hæfileikum þeirra.World of Darkness er eitt þeirra þróunarverkefna sem CCP hóf eftir sameininguna við bandaríska fyrirtækið White Wolf Publishing árið 2006. Vinna við World of Darkness mun halda áfram þó færra starfsfólk muni sinna þróun leiksins. EVE Online kom fyrst út árið 2003 og hefur ólíkt mörgum öðrum fjölspilunarleikjum vaxið ár frá ári, og er þetta ár engin undantekning. Stefna CCP er að styðja enn betur við bakið á þróun EVE Online og viðbóta við leikinn á næstu misserum og útgáfu DUST 514 á næsta ári. Áhrifin mest í AtlantaÁhrif skipulagsbreytinganna eru mestar á starfsstöð CCP í Atlanta í Bandaríkjunum, þar sem fækkað verður um 80 störf. Hér á landi munu 34 störf verða lögð niður. Alls fela skipulagsbreytingarnar í sér um 20% fækkun starfsmanna CCP, en þeir eru nú um 600 talsins á fimm stöðum í heiminum: Atlanta, Reykjavík, Shanghai, New York og Newcastle. Litlar sem engar breytingar verða hjá starfsstöðvum CCP í Newcastle, New York og Shanghai.Hilmar Veigar Pétursson forstjóri CCP er um þessar mundir staddur í Atlanta og vinnur að því með stjórnendum skrifstofunnar þar að endurskipuleggja starfsemina og færa til samræmis við breyttar áherslur fyrirtækisins. Haft hefur verið samráð við Vinnumálastofnun vegna þeirra starfsmanna sem missa störf sín hér á landi, og sambærileg yfirvöld í Georgíufylki í Bandaríkjunum. CCP mun leggja áherslu á að veita þeim persónulega ráðgjöf og stuðning við að takast á við þessar breytingar og við að finna ný störf.Stjórnendum CCP þykir leitt að sjá á eftir þeim af hæfileikaríku starfsmönnum sem nú skilja við fyrirtækið.Aukin áhersla á EVE heiminnVöxtur EVE Online millir ára milli ára bendir til þess að verulegt tækifæri sé fólgið í því að þróa og efla EVE heiminn enn frekar. Þetta er í samræmi við væntingar stjórnenda CCP um bjarta framtíð sýndarheima og stefnu fyrirtækisins um að halda áfram að bjóða spilurum EVE Online upp á nýja möguleika og viðbætur. Tenging EVE-heimsins við PlayStation leikjatölvur með tilkomu DUST 514 skotleiksins skapar enn fremur fjölmörg tækifæri fyrir báða þessa leiki. Það er mat CCP að hagsmunir fyrirtækisins af því að fullnýta þessi tækifæri kalli á endurskoðun á því hvernig kröftum fyrirtækisins er skipt.Markmiðið með þeirri endurskoðun sem nú á sér stað er að tryggja áframhaldandi vöxt og viðgang CCP til lengri tíma litið. Mikil gerjun hefur verið í kringum EVE Online samfélagið á undanförnum misserum. Stjórnendur og starfsmenn CCP eru ákveðnir í því að vinna náið með aðdáendum leiksins að því að víkka þetta sigursæla netsamfélag enn frekar út á næstu mánuðum. Aðdáendur EVE Online munu sjá merki um árangur áðurnefndra breytinga á þróunarstarfi CCP strax í næstu uppfærslu af leiknum, sem væntanleg er síðar í vetur.CCP var stofnað árið 1997 og er með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík. Fyrirtækið hefur selt áskrifendum aðgang að EVE Online fjölspilunarleiknum undanfarin átta ár og er hann einn vinsælasti leikur sinnar tegundar í heiminum. Reglulega hafa komið út viðbætur við hann sem aukið hafa við upplifun spilaranna og nýtt framfarir sem orðið hafa í tölvuleikjaþróun í gegnum árin. Fyrr á þessu ári var kynnt samstarf CCP við Sony leikjarisann um útgáfu á öðrum leik fyrirtækisins, skotleiknum DUST 514, fyrir PlayStation 3 leikjatölvur sem kemur á markað á næsta ári.CCP mun halda áfram að vera í fararbroddi í tölvuleikjaiðnaðinum og haga framleiðslu sinni, leikja- og tækniþróun í takt við síbreytilegan markað.
Leikjavísir Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira