Atvinnulausir þurfa skýringar Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. október 2011 09:00 Hvarvetna sem farið er kalla menn eftir aukinni fjárfestingu. Ekki skrýtið enda voru tíu þúsund manns atvinnulausir í síðasta mánuði samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Það jafngildir 6,6% atvinnuleysi og bent hefur verið á að um helmingur atvinnulausra hafi verið án vinnu í meira en sex mánuði. Það er því ekki nema von að menn setji í brýnnar þegar svo virðist vera sem fjárfestingatækifæri, eins og álversuppbygging á Bakka, hafi farið forgörðum. Aukin fjárfesting er nefnilega forsenda þess að hér sé hægt að skapa ný störf. En hvar á að fjárfesta? Á fundi sem Alþýðusamband Íslands hélt með formönnum aðildarfélaganna í vikunni sagðist Gylfi Arnbjörnsson vera þeirrar skoðunar að mestu tækifærin til hagvaxtar hér á landi liggi í að nýta þau tækifæri sem eru í okkar græna hagkerfi. Google segir mér að grænt hagkerfi megi skilgreina sem einhverskonar hagkerfi þar sem leitast er við að hlífa náttúrunni við atvinnusköpun. Á þessari forsendu hafa menn hafnað hvers kyns virkjanaframkvæmdum sem hafa í för með sér óafturkræf náttúruspjöll. Það er þess vegna sem maður hefði haldið að taka ætti hvers kyns hugmyndum um uppbyggingu í ferðaþjónustu fagnandi. Við fyrstu sýn virðast hugmyndir Huangs Nubo um fjárfestingar í ferðaþjónustu í Reykjavík og á Norðurlandi vera svar við öllum bænum Íslendinga. Innspýting á erlendum gjaldeyri inn í landið með lágmarks umhverfisspjöllum. Greining Arionbanka tók á dögunum saman tölur um hvaða þýðingu aukin fjárfesting í ferðamennsku gæti haft á Íslandi. Er þar einkum skoðuð fyrirhuguð fjárfesting Nubo og bygging nýs hótels við Hörpu. Ætli sé ekki einfaldast að lýsa niðurstöðunum með orðinu uppörvandi. Tæp 900 störf á ári, bein störf og afleidd, á framkvæmdatímanum. Gott betur, eða á bilinu 1300-1600 varanleg störf, þegar framkvæmdum lýkur. Mega Íslendingar þá við því að neita sér um slík tækifæri? Ríkisstjórnin virðist vera á báðum áttum um þetta. Samfylkingarmenn, einkum Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hafa tekið vel í þær hugmyndir sem snúa að fjárfestingum Nubo. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur tekið fálega í hugmyndirnar, en umsókn hans um leyfi til fjárfestinga er þó til skoðunar í ráðuneyti hans. Engar fréttir hafa borist af þeirri málsmeðferð í ráðuneytinu þó vikur séu síðan hún hófst. Fyrrgreindar fjárfestingar eru einar og sér augljóslega ekki nægjanlegar í lífskjarasókninni sem framundan er, en þær eru sannarlega nauðsynlegar. Það sem meira er, þá held ég að varla sé hægt að finna nokkra atvinnuuppbyggingu sem meiri sátt væri um. Það er því alveg ljóst að ef ríkisstjórnin synjar beiðni Nubo, er enn ríkari krafa en áður að hún útskýri, fyrir þeim 10 þúsund manns sem nú mæla göturnar, hvað hún ætlast fyrir í þeirra málum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Hvarvetna sem farið er kalla menn eftir aukinni fjárfestingu. Ekki skrýtið enda voru tíu þúsund manns atvinnulausir í síðasta mánuði samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Það jafngildir 6,6% atvinnuleysi og bent hefur verið á að um helmingur atvinnulausra hafi verið án vinnu í meira en sex mánuði. Það er því ekki nema von að menn setji í brýnnar þegar svo virðist vera sem fjárfestingatækifæri, eins og álversuppbygging á Bakka, hafi farið forgörðum. Aukin fjárfesting er nefnilega forsenda þess að hér sé hægt að skapa ný störf. En hvar á að fjárfesta? Á fundi sem Alþýðusamband Íslands hélt með formönnum aðildarfélaganna í vikunni sagðist Gylfi Arnbjörnsson vera þeirrar skoðunar að mestu tækifærin til hagvaxtar hér á landi liggi í að nýta þau tækifæri sem eru í okkar græna hagkerfi. Google segir mér að grænt hagkerfi megi skilgreina sem einhverskonar hagkerfi þar sem leitast er við að hlífa náttúrunni við atvinnusköpun. Á þessari forsendu hafa menn hafnað hvers kyns virkjanaframkvæmdum sem hafa í för með sér óafturkræf náttúruspjöll. Það er þess vegna sem maður hefði haldið að taka ætti hvers kyns hugmyndum um uppbyggingu í ferðaþjónustu fagnandi. Við fyrstu sýn virðast hugmyndir Huangs Nubo um fjárfestingar í ferðaþjónustu í Reykjavík og á Norðurlandi vera svar við öllum bænum Íslendinga. Innspýting á erlendum gjaldeyri inn í landið með lágmarks umhverfisspjöllum. Greining Arionbanka tók á dögunum saman tölur um hvaða þýðingu aukin fjárfesting í ferðamennsku gæti haft á Íslandi. Er þar einkum skoðuð fyrirhuguð fjárfesting Nubo og bygging nýs hótels við Hörpu. Ætli sé ekki einfaldast að lýsa niðurstöðunum með orðinu uppörvandi. Tæp 900 störf á ári, bein störf og afleidd, á framkvæmdatímanum. Gott betur, eða á bilinu 1300-1600 varanleg störf, þegar framkvæmdum lýkur. Mega Íslendingar þá við því að neita sér um slík tækifæri? Ríkisstjórnin virðist vera á báðum áttum um þetta. Samfylkingarmenn, einkum Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hafa tekið vel í þær hugmyndir sem snúa að fjárfestingum Nubo. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur tekið fálega í hugmyndirnar, en umsókn hans um leyfi til fjárfestinga er þó til skoðunar í ráðuneyti hans. Engar fréttir hafa borist af þeirri málsmeðferð í ráðuneytinu þó vikur séu síðan hún hófst. Fyrrgreindar fjárfestingar eru einar og sér augljóslega ekki nægjanlegar í lífskjarasókninni sem framundan er, en þær eru sannarlega nauðsynlegar. Það sem meira er, þá held ég að varla sé hægt að finna nokkra atvinnuuppbyggingu sem meiri sátt væri um. Það er því alveg ljóst að ef ríkisstjórnin synjar beiðni Nubo, er enn ríkari krafa en áður að hún útskýri, fyrir þeim 10 þúsund manns sem nú mæla göturnar, hvað hún ætlast fyrir í þeirra málum.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun