Viðskipti erlent

Samsung er stærsti snjallsímaframleiðandi í heimi

Galaxy S II er nýjasti snjallsími Samsung. Hann er knúinn af Android stýrikerfinu sem hannað er af Google.
Galaxy S II er nýjasti snjallsími Samsung. Hann er knúinn af Android stýrikerfinu sem hannað er af Google. mynd/SAMSUNG
Samkvæmt ársfjórðungstölum Samsung jukust vörusendingar um 44% og talið er að sala á fjórða ársfjórðungi verði mikil. Þetta þýðir að Samsung er nú stærsti snjallsímaframleiðandi veraldar og skákar jafnvel tölvurisanum Apple.

Samsung er nýgræðingur í snjallsímaframleiðslu. Fyrsta símtækið sem Samsung þróaði í beinni samkeppni við Apple kom út á síðasta ári. Apple kynnti iPhone árið 2007 og hefur því verið lengur að en Samsung.

Talið er að framleiðslukerfi Samsung sé um að þakka en það gerir fyrirtækinu kleift að hanna og framleiða nýjar vörur á miklum hraða.

Á þriðja ársfjórðungi dróst sala á iPhone saman um 16%. Á sama tíma eykur Samsung markaðshlutdeild sína upp í 23.8% sem er tæpum tíu prósentustigum hærri en hlutdeild Apple á snjallsímamarkaðinum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×