Eigi skal höggva Guðmundur Andri Thorsson skrifar 31. október 2011 09:34 Í síðustu viku voru haldnir í Hörpu heimsleikarnir í hagfræði. AGS kvaddi hingað alls kyns heimsfræga hagfræðinga til að leggja mat á það hvernig til hefur tekist við endurreisn Íslands. Stjórnmálamenn og aðrir gæslumenn hagsmuna eru náttúrlega þegar í óða önn að vinsa úr það sem hentar hverjum og einum að halda á lofti en stinga hinu undir stól. Þannig gengur það - en almennt talað var sláandi hversu ánægðir þessir hagfræðingar voru upp til hópa með árangur Íslendinga eftir hrun: þeir voru hrifnir af krónunni og ómældum möguleikum til að fella hana og skerða þannig kjör almennings án þess að þurfa beinlínis að lækka launin; þeir voru hrifnir af niðurskurðinum á fjárlögunum og þeir voru hrifnir af því hversu atvinnuleysistölur hafa staðið í stað. En umfram allt virtist allt þetta fólk afar hrifið af því hversu vel Íslendingum hefði tekist að standa vörð um sitt "glæsilega velferðarkerfi" eins og Emat Shafik, aðstoðarframkvæmdastjóri AGS, orðaði það í samtali við Egil Helgason í Silfrinu í gær.Á bak við tölurnar Jamm. Bak við þetta allt saman er nú samt einhvers konar raunveruleiki. Öll þekkjum við (en ekki þau) þá geggjun sem felst í því að búa við krónuna og verðtrygginguna sem henni fylgir og þegar við bætist verðtrygging og ströng séreignastefna á húsnæði ásamt miklum félagslegum þrýstingi að skuldsetja sig til bílakaupa verður veruleikinn óneitanlega ófrýnilegri "en hagfræðina þína grunar". Atvinnuleysistölur kunna að vera lágar - en hversu margir hafa flutt af landi brott og fundið sér góða vinnu og gott þjóðfélag - og góða framtíð fyrir börnin sín? Hvaða fólk er þetta? Er þetta fólkið sem hefur í sér döngun og dug til að drífa sig burt frá rigningunni og rokinu og röflinu og skuldunum? Er þetta menntað fólk? Læknar og hjúkrunarfræðingar? Er þetta fólk sem vont er að missa? Gæti svo farið að Íslands biði það hlutskipti sem sum kauptún úti á landi þekkja, að lenda í vítahring fólksfækkunar og úrræðaleysis? Getur hugsast að Ísland verði eilífðar-útkjálki, verstöð þar sem mikil verðmæti skapist í hráefnavinnslu en beint og óbeint sé stuggað við sérhæfðu og menntuðu vinnuafli? Gæti samfélagið sogast ofan í slíkan svelg? Hagfræðingarnir vega og meta, mæla og pæla, skoða tölur og takast á um rök. Við megum samt ekki halda að hagfræðin sé vegurinn, sannleikurinn og lífið. Við þurfum að muna að hagfræðingar vita ekkert meira um lífið en við hin. Þeir vita ekkert meira um réttlætið, hamingjuna, hjálpræðið eða heilsuna. Þeir hafa sínar takmörkuðu forsendur. Til dæmis hagvöxt sem er hávaðinn í samfélaginu, umsvifin, burtséð frá því hversu gáfuleg þau eru. Samkvæmt hagfræðinni er til dæmis viskulegra að byggja risa-sjúkrahús í Þingholtunum í Reykjavík en að veita aukið fé í rekstur spítala sem þegar eru til - og búa við fjársvelti. Byggingaframkvæmdum fylgja meiri umsvif - meiri hávaði í hagkerfinu. Við hin vitum hins vegar að það verður að fara að hætta þessum eilífa niðurskurði í rekstri heilbrigðiskerfisins.Fyrir okkur öll Flestir þekkja það af eigin raun hversu frábært fólk starfar á íslenskum sjúkrahúsum - og gerir enn þrátt fyrir endalausan niðurskurð og markvissa viðleitni stjórnvalda til að flæma heilbrigðisstarfsfólk til Skandinavíu, einkum Noregs og Svíþjóðar. Góðir spítalar þar sem gott starfsfólk fær að njóta sín í hvetjandi umhverfi skipta samt meira máli en næstum því allt annað - fyrir okkur öll, hvað sem við heitum, hvað sem við gerum, hvað sem við þykjumst vera. Öll eigum við ástvini sem hafa þurft á þjónustu spítalanna að halda og flest eigum við í vændum að veikjast og liggja varnarlaus, þjáð og öðrum háð í sjúkrarúmi. Það er hreinlega ekki sæmandi siðuðu samfélagi að láta einungis endalaus sparnaðarsjónarmið ráða þegar kemur að því að reka heilbrigðiskerfi sitt. Það er dýrt og það verður dýrt og það á að vera dýrt. Við ætlumst til þess að fólkið sem vinnur þessi sérhæfðu og dýrmætu störf sé vel launað og geti látið stjórnast fyrst og fremst af mannúðar- og líknarsjónarmiðum fremur en að hugsa alltaf bara um afköst og nýtingu. Hvað sem líður landlægum barlómi þá er íslenskt samfélag hundríkt og hefur vel efni á því að rekja sómasamlegt heilbrigðiskerfi. Hagfræðin mælir ekki angist sjúklings sem veit ekki hvort honum verður vísað heim á morgun eða hinn. Hún mælir ekki öryggisleysi starfsfólks sem veit ekki hvað komandi fjárlög bera í skauti sér fyrir lífsstarf þess. Hún mælir ekki þau lífsgæði sem felast í traustu og vel reknu heilbrigðiskerfi. Haldi menn áfram að höggva svona og höggva í heilbrigðiskerfið, flæma lækna og hjúkrunarfræðinga úr landi, neita að kaupa ný tæki, loka deildum og þar fram eftir götunum er raunveruleg hætta á að heilbrigðiskerfinu okkar hraki skyndilega mikið - hrapi niður á nýtt stig - og erfitt og dýrt verði að ná aftur fyrri gæðum. Það vill enginn - nema kannski hagfræðingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Í síðustu viku voru haldnir í Hörpu heimsleikarnir í hagfræði. AGS kvaddi hingað alls kyns heimsfræga hagfræðinga til að leggja mat á það hvernig til hefur tekist við endurreisn Íslands. Stjórnmálamenn og aðrir gæslumenn hagsmuna eru náttúrlega þegar í óða önn að vinsa úr það sem hentar hverjum og einum að halda á lofti en stinga hinu undir stól. Þannig gengur það - en almennt talað var sláandi hversu ánægðir þessir hagfræðingar voru upp til hópa með árangur Íslendinga eftir hrun: þeir voru hrifnir af krónunni og ómældum möguleikum til að fella hana og skerða þannig kjör almennings án þess að þurfa beinlínis að lækka launin; þeir voru hrifnir af niðurskurðinum á fjárlögunum og þeir voru hrifnir af því hversu atvinnuleysistölur hafa staðið í stað. En umfram allt virtist allt þetta fólk afar hrifið af því hversu vel Íslendingum hefði tekist að standa vörð um sitt "glæsilega velferðarkerfi" eins og Emat Shafik, aðstoðarframkvæmdastjóri AGS, orðaði það í samtali við Egil Helgason í Silfrinu í gær.Á bak við tölurnar Jamm. Bak við þetta allt saman er nú samt einhvers konar raunveruleiki. Öll þekkjum við (en ekki þau) þá geggjun sem felst í því að búa við krónuna og verðtrygginguna sem henni fylgir og þegar við bætist verðtrygging og ströng séreignastefna á húsnæði ásamt miklum félagslegum þrýstingi að skuldsetja sig til bílakaupa verður veruleikinn óneitanlega ófrýnilegri "en hagfræðina þína grunar". Atvinnuleysistölur kunna að vera lágar - en hversu margir hafa flutt af landi brott og fundið sér góða vinnu og gott þjóðfélag - og góða framtíð fyrir börnin sín? Hvaða fólk er þetta? Er þetta fólkið sem hefur í sér döngun og dug til að drífa sig burt frá rigningunni og rokinu og röflinu og skuldunum? Er þetta menntað fólk? Læknar og hjúkrunarfræðingar? Er þetta fólk sem vont er að missa? Gæti svo farið að Íslands biði það hlutskipti sem sum kauptún úti á landi þekkja, að lenda í vítahring fólksfækkunar og úrræðaleysis? Getur hugsast að Ísland verði eilífðar-útkjálki, verstöð þar sem mikil verðmæti skapist í hráefnavinnslu en beint og óbeint sé stuggað við sérhæfðu og menntuðu vinnuafli? Gæti samfélagið sogast ofan í slíkan svelg? Hagfræðingarnir vega og meta, mæla og pæla, skoða tölur og takast á um rök. Við megum samt ekki halda að hagfræðin sé vegurinn, sannleikurinn og lífið. Við þurfum að muna að hagfræðingar vita ekkert meira um lífið en við hin. Þeir vita ekkert meira um réttlætið, hamingjuna, hjálpræðið eða heilsuna. Þeir hafa sínar takmörkuðu forsendur. Til dæmis hagvöxt sem er hávaðinn í samfélaginu, umsvifin, burtséð frá því hversu gáfuleg þau eru. Samkvæmt hagfræðinni er til dæmis viskulegra að byggja risa-sjúkrahús í Þingholtunum í Reykjavík en að veita aukið fé í rekstur spítala sem þegar eru til - og búa við fjársvelti. Byggingaframkvæmdum fylgja meiri umsvif - meiri hávaði í hagkerfinu. Við hin vitum hins vegar að það verður að fara að hætta þessum eilífa niðurskurði í rekstri heilbrigðiskerfisins.Fyrir okkur öll Flestir þekkja það af eigin raun hversu frábært fólk starfar á íslenskum sjúkrahúsum - og gerir enn þrátt fyrir endalausan niðurskurð og markvissa viðleitni stjórnvalda til að flæma heilbrigðisstarfsfólk til Skandinavíu, einkum Noregs og Svíþjóðar. Góðir spítalar þar sem gott starfsfólk fær að njóta sín í hvetjandi umhverfi skipta samt meira máli en næstum því allt annað - fyrir okkur öll, hvað sem við heitum, hvað sem við gerum, hvað sem við þykjumst vera. Öll eigum við ástvini sem hafa þurft á þjónustu spítalanna að halda og flest eigum við í vændum að veikjast og liggja varnarlaus, þjáð og öðrum háð í sjúkrarúmi. Það er hreinlega ekki sæmandi siðuðu samfélagi að láta einungis endalaus sparnaðarsjónarmið ráða þegar kemur að því að reka heilbrigðiskerfi sitt. Það er dýrt og það verður dýrt og það á að vera dýrt. Við ætlumst til þess að fólkið sem vinnur þessi sérhæfðu og dýrmætu störf sé vel launað og geti látið stjórnast fyrst og fremst af mannúðar- og líknarsjónarmiðum fremur en að hugsa alltaf bara um afköst og nýtingu. Hvað sem líður landlægum barlómi þá er íslenskt samfélag hundríkt og hefur vel efni á því að rekja sómasamlegt heilbrigðiskerfi. Hagfræðin mælir ekki angist sjúklings sem veit ekki hvort honum verður vísað heim á morgun eða hinn. Hún mælir ekki öryggisleysi starfsfólks sem veit ekki hvað komandi fjárlög bera í skauti sér fyrir lífsstarf þess. Hún mælir ekki þau lífsgæði sem felast í traustu og vel reknu heilbrigðiskerfi. Haldi menn áfram að höggva svona og höggva í heilbrigðiskerfið, flæma lækna og hjúkrunarfræðinga úr landi, neita að kaupa ný tæki, loka deildum og þar fram eftir götunum er raunveruleg hætta á að heilbrigðiskerfinu okkar hraki skyndilega mikið - hrapi niður á nýtt stig - og erfitt og dýrt verði að ná aftur fyrri gæðum. Það vill enginn - nema kannski hagfræðingar.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun