Vettel stoltur að vera fyrsti sigurvegarinn í Indlandi 30. október 2011 19:43 Vettel með verðlaunagripinn sem hann fékk á Buddh brautinni í Indlandi í dag. AP MYND: Eugene Hoshiko Sebastian Vettel hjá Bull liðinu bætti enn einni í rósinni í hnappagatið í Formúlu 1 keppni í dag þegar hann vann indverska Formúlu 1 kappaksturinn. Í fyrsta skipti á sömu mótshelgi náði hann að ná besta tíma í tímatöku, vera í forystu í keppninni frá upphafi til enda, ná besta aksturstímanum í einstökum hring í keppninni og fagna sigri. Vettel er líka yngsti ökumaður sögunnar til að ná þessum árangri í Formúlu 1 keppni. „Það var gott jafnvægi í bílnum og keppnin í dag var stórkostleg. Liðið á þakkir skildar og Renault, sem hefur unnið einstaka vinnu í ár", sagði Vettel, en Renault smíðar vélarnar í keppnisbíla Red Bull. Vettel kvaðst hafa blendnar tilfinningar eftir sigurinn, en tveir kappakstursökumenn í öðrum mótaröðum létust nýverið í keppni og var þeirra minnst með mínuútuþögn fyrir kappaksturinn í dag. Dan Wheldon lést í slysi í Las Vegas í Indy Car mótaröðinni fyrir hálfum mánuði og Marco Simoncelli lést í keppni í Malasíu í Moto GP mótorhjólakappakstri fyrir viku síðan. „Ég er mjög stoltur að vera fyrsti sigurvegari mótsins í Indlandi, en á hinn bóginn misstum við tvo félaga nýlega. Ég þekkti ekki Dan Wheldon, en hann var stórt nafn í akstursíþróttum. Ég kynntist Marco Simoncelli á þessu ári og hugur okkar er með fjölskyldum þeirra á þessari stundu. Við erumn tilbúnir að taka ákveðnar áhættur, en biðjum þess augljóslega að ekkert gerist. Stundum fáum við áminningu og það er það síðasta sem við viljum sjá", sagði Vettel. Vettel kvaðst hrifinn af Indlandi og hlutirnir væru öðruvísi en í Evrópu, en hvetjandi. Hann sagði hægt að læra margt af fólkinu í Indlandi. „Ef maður hefur augun og eyru opinn, þá er hægt að læra margt af fólkinu hér. Þetta er stórt og fjölmennt land, en fólk nýtur lífsins, sem þetta snýst allt um. Í lok lífsins þá er það vinskapurinn, tilfinningar og hugurinn sem maður tekur með sér, frekar en hvað er mikið inn á bankareikningnum. Þó fólk hafi ekki mikið á milli handanna hér, þá er það ríkara á ýmsan hátt og við getum lært af því. Þetta er búið að vera frábær keppni, frábær viðburður og brautin er stórkostleg og bestu þakkir til fólksins í Indlandi", sagði Vettel. Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Bull liðinu bætti enn einni í rósinni í hnappagatið í Formúlu 1 keppni í dag þegar hann vann indverska Formúlu 1 kappaksturinn. Í fyrsta skipti á sömu mótshelgi náði hann að ná besta tíma í tímatöku, vera í forystu í keppninni frá upphafi til enda, ná besta aksturstímanum í einstökum hring í keppninni og fagna sigri. Vettel er líka yngsti ökumaður sögunnar til að ná þessum árangri í Formúlu 1 keppni. „Það var gott jafnvægi í bílnum og keppnin í dag var stórkostleg. Liðið á þakkir skildar og Renault, sem hefur unnið einstaka vinnu í ár", sagði Vettel, en Renault smíðar vélarnar í keppnisbíla Red Bull. Vettel kvaðst hafa blendnar tilfinningar eftir sigurinn, en tveir kappakstursökumenn í öðrum mótaröðum létust nýverið í keppni og var þeirra minnst með mínuútuþögn fyrir kappaksturinn í dag. Dan Wheldon lést í slysi í Las Vegas í Indy Car mótaröðinni fyrir hálfum mánuði og Marco Simoncelli lést í keppni í Malasíu í Moto GP mótorhjólakappakstri fyrir viku síðan. „Ég er mjög stoltur að vera fyrsti sigurvegari mótsins í Indlandi, en á hinn bóginn misstum við tvo félaga nýlega. Ég þekkti ekki Dan Wheldon, en hann var stórt nafn í akstursíþróttum. Ég kynntist Marco Simoncelli á þessu ári og hugur okkar er með fjölskyldum þeirra á þessari stundu. Við erumn tilbúnir að taka ákveðnar áhættur, en biðjum þess augljóslega að ekkert gerist. Stundum fáum við áminningu og það er það síðasta sem við viljum sjá", sagði Vettel. Vettel kvaðst hrifinn af Indlandi og hlutirnir væru öðruvísi en í Evrópu, en hvetjandi. Hann sagði hægt að læra margt af fólkinu í Indlandi. „Ef maður hefur augun og eyru opinn, þá er hægt að læra margt af fólkinu hér. Þetta er stórt og fjölmennt land, en fólk nýtur lífsins, sem þetta snýst allt um. Í lok lífsins þá er það vinskapurinn, tilfinningar og hugurinn sem maður tekur með sér, frekar en hvað er mikið inn á bankareikningnum. Þó fólk hafi ekki mikið á milli handanna hér, þá er það ríkara á ýmsan hátt og við getum lært af því. Þetta er búið að vera frábær keppni, frábær viðburður og brautin er stórkostleg og bestu þakkir til fólksins í Indlandi", sagði Vettel.
Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Sjá meira