Lífið

Sætu stelpurnar mættu í þessa opnun

elly@365.is skrifar
myndir/aðalsteinn sigurðarson
Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar vinnustofa og tískuverslunin BeMonroe Icelandic Design opnaði að Höfðabakka 3 í Reykjavík síðustu helgi.

Nafnið á vinnustofunni er skírskotun í leikkonuna Marilyn Monroe en hún setti vissulega mark sitt á tíðarandann á sínum tíma með djarfleika og þor. Þetta nýja aðsetur er ekki einungis verslun því baka til er hönnunardeild fyrirtækisins þar sem allar hugmyndirnar verða til. Þannig getur viðskiptavinurinn séð nákvæmlega hvernig fötin verða til, frá hugmynd að flík, segir Bergrún Ósk eigandi BeMonroe Iceland Design.

Við seljum einnig Tildur ReDesign skartgripi og Kærleikskveðju reykelsi og ilmolíur og svo er naglafræðingurinn Stella hjá okkur líka, segir hún.

Bemonroe.com - Facebooksíðan

Mydesign.is - Facebooksíðan










Fleiri fréttir

Sjá meira


×