Miðað við þau útboð sem hafa verið síðustu mánuði og vikur er ljóst að einhverjar ár muni hækka næsta sumar og sumar mikið. Nýlegt 111 milljóna tilboð í Þverá kemur þannig út að meðalverð á stöngina er um 100.000 kr, þ.e.a.s. kostnaðarverð leigutaka. Hvernig þetta skilar sér svo í verðum til veiðimanna er ekki útséð ennþá.
Önnur á er Lax-Á í ásum, en dýrasti dagurinn í henni er líklega kominn í um 450.000 samkvæmt heimildum. Það eru tvær stangir í ánni sem gefur að tveggja daga holl verðleggst á 1.800.000 kr fyrir utan fæði og leiðsögumann.
Svo eru fleiri ár að detta í útboð á næsta ári og spurningin hvort síðustu útboð komi til með að gefa forsmekkin að þeim hækkunum sem gætu verið framundan.
Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum?
