Botn í málið Magnús Halldórsson skrifar 7. nóvember 2011 08:56 Það hefur ekki fengist botn í það enn, með Hæstaréttardómi, hvort það megi lána fé til kaupa á eigin hlutafé, með hlutaféð eitt að veði. Á þremur árum hafa slitastjórnir Landsbankans, Glitnis og Kaupþings, ekki farið með þetta sértæka álitamál fyrir dómstóla, til þess að fá við því lokasvar frá Hæstarétti, hvort lánveitingar sem þessar séu löglegar. Mér finnst það sérkennilegt vegna þess að það er ekki augljóst að svo sé. Kröfuhafarnir hafa auk þess hagsmuni af því að fá að vita þetta. Það liggur fyrir að ef bankar, sem eru skráðir á markað, mega veita lán til kaupa á eigin hlutafé, með hlutaféð eitt að veði - eða hreinlega ekki neitt -, þá verður til falskt markaðsverð á bönkunum. Viðskiptin hafa áhrif á eftirspurnarhliðina til hækkunar, sem eykur markaðsvirðið, og eyðileggur þannig trúverðugan grundvöll annarra viðskipta með bréfin. Þess vegna gætu lánin til kaupa á eigin hlutafé verið markaðsmisnotkun í skilningi laga. Það þarf að fá botn í þetta. Það skiptir máli. Þetta var það sem lagði íslenska hlutabréfamarkaðinn í rúst fyrir hrun og bjó til mestu hlutabréfabólu í mannkynssögunni. Það er gott að hafa það bak við eyrað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir Skoðun
Það hefur ekki fengist botn í það enn, með Hæstaréttardómi, hvort það megi lána fé til kaupa á eigin hlutafé, með hlutaféð eitt að veði. Á þremur árum hafa slitastjórnir Landsbankans, Glitnis og Kaupþings, ekki farið með þetta sértæka álitamál fyrir dómstóla, til þess að fá við því lokasvar frá Hæstarétti, hvort lánveitingar sem þessar séu löglegar. Mér finnst það sérkennilegt vegna þess að það er ekki augljóst að svo sé. Kröfuhafarnir hafa auk þess hagsmuni af því að fá að vita þetta. Það liggur fyrir að ef bankar, sem eru skráðir á markað, mega veita lán til kaupa á eigin hlutafé, með hlutaféð eitt að veði - eða hreinlega ekki neitt -, þá verður til falskt markaðsverð á bönkunum. Viðskiptin hafa áhrif á eftirspurnarhliðina til hækkunar, sem eykur markaðsvirðið, og eyðileggur þannig trúverðugan grundvöll annarra viðskipta með bréfin. Þess vegna gætu lánin til kaupa á eigin hlutafé verið markaðsmisnotkun í skilningi laga. Það þarf að fá botn í þetta. Það skiptir máli. Þetta var það sem lagði íslenska hlutabréfamarkaðinn í rúst fyrir hrun og bjó til mestu hlutabréfabólu í mannkynssögunni. Það er gott að hafa það bak við eyrað.