Það leiddist engum að heyra starfsfólk Ölgerðarinnar syngja nokkur vel valin jólalög þegar það gekk í skrúðgöngu á milli veitingahúsa í Reykjavík á föstudagskvöldið.
Bláklæddir jólasveinar og stúlkur voru áberandi þetta kvöld eins og sjá má á myndunum en um var að ræða upphaf á svokölluðum Tuborg jólum þar sem þyrstum vegfarendum var færður jólabjór fríkeypis.

