Íslenski hrokinn Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. nóvember 2011 10:00 Ísland er eins og hverfi í Berlín, að því leyti að við erum svo fá. Við eigum til að gleyma þessu. Í því ljósi er frjór jarðvegur fyrir hjarðhugsun hér á landi. Það þarf ekki nema nokkra spekinga til að lýsa skoðun sinni og þjóðin tekur undir. Það er vægast sagt undarlegt að við virðumst lítið hafa lært frá bankahruninu í þeim skilningi að hér er enn rætt um hinar sérstöku „íslensku aðstæður" sem hér ríkja og takmarkaðan skilning útlendinga á þeim og hver sé rétt stefnumörkun fyrir þjóðina. Þetta kýs ég að kalla íslenska hrokann. Í júlí 2008 fjallaði Richard Thomas, sérfræðingur hjá greiningardeild fjárfestingarbankans Merill Lynch um stöðuna hjá íslensku bönkunum. Hann gagnrýndi stjórnvöld harkalega. Í fréttum Ríkissjónvarpsins 25.júlí sagði þáverandi menntamálaráðherra, sem þá var starfandi forsætisráðherra, ummælin makalaus og spurði hvort Thomas þyrfti „ekki á endurmenntun að halda." Ráðherrann sá að vísu að sér og sagðist skulda Thomas afsökunarbeiðni á borgarafundi í Háskólabíó 24. nóvember sama ár, eftir bankahrunið. Viðhorf ráðherrans fyrir hrun endurspeglaði ef til vill viðhorf margra Íslendinga á þeim tíma. Meðvirknin var fullkomin. Enginn í hverfinu tók eftir því að keisarinn var klæðalaus og fjöldinn mærði fegurð klæða hans. Þessa sögu þekkja allir.Ekkert hefur breyst Eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kom út í apríl 2010 hefði einhver getað dregið þá ályktun að það væri æskilegt fyrir Íslendinga að draga lærdóm af því sem gerðist hér. Læra af þeim mistökum sem við gerðum, draga lærdóm af þekkingarleysi okkar og innistæðulausri oftrú á sjálfum okkur. Eftir umræðuna síðustu daga, nokkrum dögum eftir að stórmerkilegri ráðstefnu í Hörpu lauk, þar sem saman komnir voru nokkrir af fremstu hagfræðingum í heimi, getur einhver dregið þá ályktun að nákvæmlega ekkert hafi breyst hérna. Að við séum mörg hver enn föst í hjólförum íslenskrar þröngsýni. Ég vil nefna nokkur dæmi. Martin Wolf, sem er með meistarapróf í hagfræði frá Oxford-háskóla, er leiðarahöfundur hjá Financial Times og einn virtasti og áhrifamesti blaðamaður á sviði efnahagsmála í heiminum, var sérstakur gestur eignastýringar Íslandsbanka á ráðstefnu á Nordica hóteli í síðustu viku. Hann sagði í stuttu máli þetta: Ekki fara í ESB, höftin hafa hjálpað ykkur (sem er rétt), en afnemið þau innan 3-5 ára. Sjálfstæð mynt er ekki svo slæm. Erindi Wolf fékk afar misjöfn viðbrögð. Flestir sem gagnrýndu skrif hans gerðu lítið úr honum á þeirri forsendu að hann þekkti ekki nægilega vel til hér. Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóri, gagnrýndi erindi Wolf í grein á Pressunni (ég sá reyndar Jón ekki á fyrirlestrinum á Nordica, en það er önnur saga) en m.a sagði Jón í pistli sínum: „svona getur sá talað sem ekki þarf á krónunni að halda og lítur á hana eins og sjaldgæft frímerki." Þarna dregur ráðherrann fyrrverandi rangar ályktanir og gerist sekur um ómálefnaleg stílbrögð að mínu mati. Þetta var einmitt alls ekki inntakið í fyrirlestri Wolf. Hann benti einfaldlega á þá einföldu staðreynd að Íslendingar væru ekki í þeirri stöðu sem þeir eru í núna ef þjóðin hefði ekki haft sjálfstæða mynt. Trúir því virkilega einhver að löggjafinn hefði getað sett neyðarlög, sem eru fullkomlega fordæmalaus í réttarsögu heimsins, ef Ísland hefði haft evru sem gjaldmiðil og Evrópska Seðlabankann sem lánveitanda til þrautavara? Neyðarlögin björguðu Íslandi. Eina úrræðið sem var í boði þegar landið var fast í öngstræti fjármálaóreglu. Sá sem getur fært rök fyrir því að Alþingi Íslendinga hefði getað sett neyðarlög með evru sem gjaldmiðil má endilega senda mér tölvupóst. Málið er að ef við hefðum verið í Evrópusambandinu og Evrópska myntbandalaginu værum við mögulega í sömu eða verri stöðu og Írar þar sem fjárlagahallinn fór upp í 30 prósent af landsframleiðslu árið 2010. Hjá okkur fór þetta aldrei mikið fram úr 5 prósentum. Ekki þarf að fjölyrða um skuldastöðu Íra en þeir fengu engar alvöru afskriftir á ríkisskuldum ólíkt Grikkjum. Og eru eðlilega ósáttir vegna þess. Einhver gæti sagt á móti að Íslendingar hefðu aldrei fengið að láta bankana vaxa upp í tífalda landsframleiðslu hefði þjóðin verið í Evrópska myntbandalaginu. Það kann að vera rétt, en í ljósi þess hvað fjallað hefur verið um Maastricht-skilyrðin af mikilli léttúð meðal ríkjanna í Evrópska myntbandalaginu (Grikkland, einhver?) þá er erfitt að draga þá ályktun að vandi Íslands hefði ekki verið mikill við bankahrunið miðað við hvað íslenskir bankamenn höfðu einbeittan ásetning til að breyta landinu í risavaxinn vogunarsjóð, svo notuð sé þekkt samlíking bandaríska rithöfundarins Michael Lewis. En víkjum aftur að skrifum fyrrverandi ráðherrans Jóns. Hann segir enn fremur í Pressupistli sínum: „Martin Wolf skoðar Ísland af breskum sjónarhóli frá Lundúnum. Íslendingar hafa lengi vitað að veröldin lítur allt öðruvísi út þaðan er frá ströndum Íslands." Er það ekki einmitt mergurinn málsins? Wolf skoðar staðreyndir, enda var erindi hans byggt á samanburði hagtalna þeirra Evrópuríkja sem verst fóru út úr kreppunni: Grikklands, Írlands, Spánar og Portúgal. Og við trompum þessar þjóðir á öllum sviðum í efnahagsbatanum, samkvæmt glærukynningu Wolf sem byggð er á opinberum hagtölum. Staðreyndin er sú, að þessi leiðarahöfundur Financial Times, skoðar Ísland „frá Lundúnum" á meðan Íslendingar setja kíkinn á blinda augað og hafa of oft tilhneigingu til að skoða eigin veruleika frá bæjardyrum þeirra sjálfra. Í allri meðvirkninni og þröngsýninni hér í umræðunni gleymist hvað við höfum það fáránlega gott. „Ísland er virkilega ríkt land, svo ég vorkenni ykkur ekki jafn mikið og áður en ég kom hingað," sagði Wolf á fyrirlestrinum á Nordica. Það er 6-7 prósent atvinnuleysi á Íslandi. Á Spáni var atvinnuleysið komið upp í 21,5 prósent í september og 41,7 prósent (!) hjá fólki undir 25 ára sem er nýkomið út á vinnumarkaðinn en aðstæður á vinnumarkaði fyrir ungt, háskólamenntað fólk á Spáni eru skelfilegar.Krugman-kreddan og skorturinn á frumleika Annað nærtækt dæmi um íslenska hrokann eru viðbrögð við erindi Paul Krugman í Hörpunni, en hann er með nóbelsverðlaun í hagfræði og af mörgum talinn einn þeirra fremstu í heiminum á sínu sviði. Krugman var á svipuðum nótum. Hann gat ekki séð kosti þess að taka upp evru. Krugman sagði að sum rök sem talsmenn þess að taka upp evru í stað krónu einkenndust af þröngsýni. Hann hafnaði jafnframt þeim rökum að krónan væri ónothæf vegna þess að hátt gengi hennar fyrir hrunið samhliða háum stýrivöxtum hafi sogað til sín erlent fjármagn. Samt voru sum viðbrögð hérna heima á þá leið að Krugman hefði í raun ekki forsendur til að tjá sig um þessi mál því hann þekkti ekki sagnfræði mislukkaðrar peningastefnu þjóðarinnar og slæma reynslu af eigin gjaldmiðli. Eitt skýrasta dæmið um hjarðhugsun fyrir bankahrun eru einkennileg og áróðurskennd viðbrögð við því þegar Morgunblaðið birti skýrslur erlendra greiningaraðila meira en ári fyrir hrunið sem vöruðu við afleiðingum ofvaxins bankakerfis á Íslandi. Morgunblaðið var nánast eini fjölmiðillinn hér á landi á þeim tíma sem fjallaði af einhverri alvöru um vandann sem íslenskt bankakerfi stóð frammi fyrir. Annað sem er skrýtið við umræðuhefð á Íslandi er skorturinn á frumlegri hugsun, en allt gott sem gert er, er ávöxtur frumleika. Í Frelsinu eftir John Stuart Mill segir á einum stað: „Einhugur um skoðun er ekki æskilegur, nema að loknum fullum og frjálsum samanburði við andstæða skoðun" (bls. 112) og enn fremur: „Það þjálfar ekki gáfur manns, að hann geri eitthvað fyrir það eitt, að aðrir gera það, fremur en hitt, að hann trúi einhverju af því einu, að aðrir trúa því." (bls. 115). Og: „Frumleiki er sálargáfa, sem ófrumlegir menn geta ekki skilið, að komi að nokkrum notum." (bls. 126). Í hnotskurn var Mill að leggja áherslu á að menn ættu ekki að taka skoðun sem staðreynd sama hversu vinsæl hún væri. Í raun voru skrif Mills, sem að mínu mati er einn fremsti hugsuður og heimspekingur sögunnar, meðal annars brjóstvörn gegn hjarðhugsun.Stjörnulið hagfræðinga Hinn 7. janúar 2009 skrifuðu hvorki fleiri né færri en 32 hagfræðingar, margir þeirra þeir fremstu á sínu sviði hér á landi, grein saman í Morgunblaðið með fyrirsögninni „Einhliða upptaka evru er engin töfralausn" þar sem einhliða upptöku annars gjaldmiðils var hafnað. Hversu margir ætli hafi lesið þessa grein, séð nöfnin undir greininni, og sannfærst um að réttast væri að ýta þessari umræðu út af borðinu, málið væri hreinlega afgreitt? Það þarf ákveðið hugrekki að stíga fram opinberlega og mæla með einliða upptöku gjaldmiðils þegar 32 aðrir þungavigtarmenn hafa slegið hugmyndina út af borðinu. Það þarf líka ríkt einstaklingseðli til að standa einn í fjöldanum og hrópa sannfæringu sína, en Mill sagði einmitt að snillingar væru gæddir ríkara einstaklingseðli en annað fólk. Nú er ég ekki að mæla með einhliða upptöku annars gjaldmiðils, enda eru þetta fremur vangaveltur um umræðuna en innlegg í stefnumótun. Ég er heldur ekki að segja að þeir sem hafi sett fram frumlegar hugmyndir varðandi peningastefnuna séu snillingar, enda er ég ekki dómbær á það. Málið er hins vegar að þeir íslensku hagfræðingar sem fært hafa rök fyrir einhliða upptöku annars gjaldmiðils eru gæddir sama frumleika og Mill talaði um í riti sínu fyrir 152 árum. Kenningar Mills voru settar upp sem nokkurs konar átakamódel. Halda þyrfti kenningum lifandi svo þær fengju sem best andmæli og rök. Án slíks yrði samfélagið fast í kreddukenningum og sjónarmið yrðu viðurkennd án andmæla. Slíkt væri hættulegt samfélaginu og frelsinu. Rangar skoðanir og röng breytni myndi smám saman þoka fyrir staðreyndum og rökum. Þær skoðanir sem mennirnir treystu best hefðu það eitt til tryggingar sannleiksgildi sínu að öllum í heiminum væri frjálst að afsanna þær. Enn hafa ekki verið færð lögfræðileg rök fyrir því að Íslandi, litla hverfinu í Berlín með sjálfstæða gjaldmiðilinn og sérstæðu þjóðarsálina, yrði vísað úr EES-samstarfinu tæki landið upp frumlega peningastefnu, en frumlegar og djarfar hugmyndir hafa verið afgreiddar sem vitleysa af því að þeir sem samfélagið hefur viðurkennt sem þá klárustu á sínu sviði segja það. Það er ekki til skýr réttarheimild að mínu mati sem veitir Evrópusambandinu rétt til að segja upp EES-samstarfinu á þessari forsendu. Og ég tel að slík heimild yrði að öllum líkindum túlkuð þröngt ef hún væri verulega íþyngjandi fyrir okkur sem erum aðilar að samstarfinu. Þá hef ég ekki enn séð þetta hrakið með nægilega öruggum rökum. Á meðan er ekki hægt að afgreiða málið sem þvætting, því það hefur ekki verið rætt til hlítar. Málið er að hausatalning verður aldrei ávísun á sannleika.Önnur hugmynd sem ræða þarf til hlítar Önnur frumleg hugmynd sem sett hefur verið fram hér á landi er tvíhliða myntsamstarf við önnur ríki, eins og Kanada. Jón Steinsson, lektor í hagfræði við Columbia-háskóla, sagði í samtali við Vísi hinn 3. júní að tvíhliða upptaka Kanadadollars í samstarfi við kanadíska seðlabankann væri kostur sem yrði að ræða til hlítar, væri hann yfirleitt í boði. Jón, sem þekkir vel til innan kanadíska seðlabankans, sagði að peningamálastjórn hefði einnig verið til fyrirmyndar í Kanada undanfarna áratugi og Seðlabanki Kanada væri í dag á meðal fremstu seðlabanka heims. „Þar að auki er efnahagur Kanada á margan hátt líkur efnahag Íslands. Bæði Ísland og Kanada flytja út mikið af hrávöru. Því hafa sveiflur í hrávöruverðum á heimsmarkaði áhrif á bæði hagkerfin," sagði Jón. Í sumar bárust fréttir af áhuga kanadískra embættismanna á því að ræða, að minnsta kosti óformlega, slíka kosti. Ekkert hefur heyrst frá íslenskum stjórnvöldum um málið, sem væri hægt að afgreiða með einu bréfi til Ottawa. Þegar ég var að skrifa fréttir um málið síðastliðið sumar fékk ég símtöl frá Seðlabankanum sem ekki var hægt að túlka öðruvísi en sem hvatningu um að láta af þessari umfjöllun. Málið væri misskilningur sem kanadíska sendiráðið gæti leiðrétt. Þegar ég hafði samband við sendiráðið reyndist þetta ekki rétt, en sendiráðið gat hvorki játað þessu né neitað. Starfsmenn Seðlabankans höfðu ef til vill aðeins gott eitt í huga, en mér fannst þessi vinnubrögð skrýtin. Það er skylda fjölmiðlamanna að fjalla um þau mál sem efst eru á baugi í samfélaginu. Peningastefnan er stærsta óleysta hagsmunamál íslensku þjóðarinnar í dag. Lífskjör almennings í framtíðinni munu meðal annars ráðast af myntinni, því menn geta þá miðað væntingar sínar við þekktar stærðir en ekki óvissu. Þess vegna þurfum við að virkja átakamódelið um peningastefnuna og búa til frjósaman jarðveg fyrir frumlegar hugmyndir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nóbelsverðlaun Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Ísland er eins og hverfi í Berlín, að því leyti að við erum svo fá. Við eigum til að gleyma þessu. Í því ljósi er frjór jarðvegur fyrir hjarðhugsun hér á landi. Það þarf ekki nema nokkra spekinga til að lýsa skoðun sinni og þjóðin tekur undir. Það er vægast sagt undarlegt að við virðumst lítið hafa lært frá bankahruninu í þeim skilningi að hér er enn rætt um hinar sérstöku „íslensku aðstæður" sem hér ríkja og takmarkaðan skilning útlendinga á þeim og hver sé rétt stefnumörkun fyrir þjóðina. Þetta kýs ég að kalla íslenska hrokann. Í júlí 2008 fjallaði Richard Thomas, sérfræðingur hjá greiningardeild fjárfestingarbankans Merill Lynch um stöðuna hjá íslensku bönkunum. Hann gagnrýndi stjórnvöld harkalega. Í fréttum Ríkissjónvarpsins 25.júlí sagði þáverandi menntamálaráðherra, sem þá var starfandi forsætisráðherra, ummælin makalaus og spurði hvort Thomas þyrfti „ekki á endurmenntun að halda." Ráðherrann sá að vísu að sér og sagðist skulda Thomas afsökunarbeiðni á borgarafundi í Háskólabíó 24. nóvember sama ár, eftir bankahrunið. Viðhorf ráðherrans fyrir hrun endurspeglaði ef til vill viðhorf margra Íslendinga á þeim tíma. Meðvirknin var fullkomin. Enginn í hverfinu tók eftir því að keisarinn var klæðalaus og fjöldinn mærði fegurð klæða hans. Þessa sögu þekkja allir.Ekkert hefur breyst Eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kom út í apríl 2010 hefði einhver getað dregið þá ályktun að það væri æskilegt fyrir Íslendinga að draga lærdóm af því sem gerðist hér. Læra af þeim mistökum sem við gerðum, draga lærdóm af þekkingarleysi okkar og innistæðulausri oftrú á sjálfum okkur. Eftir umræðuna síðustu daga, nokkrum dögum eftir að stórmerkilegri ráðstefnu í Hörpu lauk, þar sem saman komnir voru nokkrir af fremstu hagfræðingum í heimi, getur einhver dregið þá ályktun að nákvæmlega ekkert hafi breyst hérna. Að við séum mörg hver enn föst í hjólförum íslenskrar þröngsýni. Ég vil nefna nokkur dæmi. Martin Wolf, sem er með meistarapróf í hagfræði frá Oxford-háskóla, er leiðarahöfundur hjá Financial Times og einn virtasti og áhrifamesti blaðamaður á sviði efnahagsmála í heiminum, var sérstakur gestur eignastýringar Íslandsbanka á ráðstefnu á Nordica hóteli í síðustu viku. Hann sagði í stuttu máli þetta: Ekki fara í ESB, höftin hafa hjálpað ykkur (sem er rétt), en afnemið þau innan 3-5 ára. Sjálfstæð mynt er ekki svo slæm. Erindi Wolf fékk afar misjöfn viðbrögð. Flestir sem gagnrýndu skrif hans gerðu lítið úr honum á þeirri forsendu að hann þekkti ekki nægilega vel til hér. Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóri, gagnrýndi erindi Wolf í grein á Pressunni (ég sá reyndar Jón ekki á fyrirlestrinum á Nordica, en það er önnur saga) en m.a sagði Jón í pistli sínum: „svona getur sá talað sem ekki þarf á krónunni að halda og lítur á hana eins og sjaldgæft frímerki." Þarna dregur ráðherrann fyrrverandi rangar ályktanir og gerist sekur um ómálefnaleg stílbrögð að mínu mati. Þetta var einmitt alls ekki inntakið í fyrirlestri Wolf. Hann benti einfaldlega á þá einföldu staðreynd að Íslendingar væru ekki í þeirri stöðu sem þeir eru í núna ef þjóðin hefði ekki haft sjálfstæða mynt. Trúir því virkilega einhver að löggjafinn hefði getað sett neyðarlög, sem eru fullkomlega fordæmalaus í réttarsögu heimsins, ef Ísland hefði haft evru sem gjaldmiðil og Evrópska Seðlabankann sem lánveitanda til þrautavara? Neyðarlögin björguðu Íslandi. Eina úrræðið sem var í boði þegar landið var fast í öngstræti fjármálaóreglu. Sá sem getur fært rök fyrir því að Alþingi Íslendinga hefði getað sett neyðarlög með evru sem gjaldmiðil má endilega senda mér tölvupóst. Málið er að ef við hefðum verið í Evrópusambandinu og Evrópska myntbandalaginu værum við mögulega í sömu eða verri stöðu og Írar þar sem fjárlagahallinn fór upp í 30 prósent af landsframleiðslu árið 2010. Hjá okkur fór þetta aldrei mikið fram úr 5 prósentum. Ekki þarf að fjölyrða um skuldastöðu Íra en þeir fengu engar alvöru afskriftir á ríkisskuldum ólíkt Grikkjum. Og eru eðlilega ósáttir vegna þess. Einhver gæti sagt á móti að Íslendingar hefðu aldrei fengið að láta bankana vaxa upp í tífalda landsframleiðslu hefði þjóðin verið í Evrópska myntbandalaginu. Það kann að vera rétt, en í ljósi þess hvað fjallað hefur verið um Maastricht-skilyrðin af mikilli léttúð meðal ríkjanna í Evrópska myntbandalaginu (Grikkland, einhver?) þá er erfitt að draga þá ályktun að vandi Íslands hefði ekki verið mikill við bankahrunið miðað við hvað íslenskir bankamenn höfðu einbeittan ásetning til að breyta landinu í risavaxinn vogunarsjóð, svo notuð sé þekkt samlíking bandaríska rithöfundarins Michael Lewis. En víkjum aftur að skrifum fyrrverandi ráðherrans Jóns. Hann segir enn fremur í Pressupistli sínum: „Martin Wolf skoðar Ísland af breskum sjónarhóli frá Lundúnum. Íslendingar hafa lengi vitað að veröldin lítur allt öðruvísi út þaðan er frá ströndum Íslands." Er það ekki einmitt mergurinn málsins? Wolf skoðar staðreyndir, enda var erindi hans byggt á samanburði hagtalna þeirra Evrópuríkja sem verst fóru út úr kreppunni: Grikklands, Írlands, Spánar og Portúgal. Og við trompum þessar þjóðir á öllum sviðum í efnahagsbatanum, samkvæmt glærukynningu Wolf sem byggð er á opinberum hagtölum. Staðreyndin er sú, að þessi leiðarahöfundur Financial Times, skoðar Ísland „frá Lundúnum" á meðan Íslendingar setja kíkinn á blinda augað og hafa of oft tilhneigingu til að skoða eigin veruleika frá bæjardyrum þeirra sjálfra. Í allri meðvirkninni og þröngsýninni hér í umræðunni gleymist hvað við höfum það fáránlega gott. „Ísland er virkilega ríkt land, svo ég vorkenni ykkur ekki jafn mikið og áður en ég kom hingað," sagði Wolf á fyrirlestrinum á Nordica. Það er 6-7 prósent atvinnuleysi á Íslandi. Á Spáni var atvinnuleysið komið upp í 21,5 prósent í september og 41,7 prósent (!) hjá fólki undir 25 ára sem er nýkomið út á vinnumarkaðinn en aðstæður á vinnumarkaði fyrir ungt, háskólamenntað fólk á Spáni eru skelfilegar.Krugman-kreddan og skorturinn á frumleika Annað nærtækt dæmi um íslenska hrokann eru viðbrögð við erindi Paul Krugman í Hörpunni, en hann er með nóbelsverðlaun í hagfræði og af mörgum talinn einn þeirra fremstu í heiminum á sínu sviði. Krugman var á svipuðum nótum. Hann gat ekki séð kosti þess að taka upp evru. Krugman sagði að sum rök sem talsmenn þess að taka upp evru í stað krónu einkenndust af þröngsýni. Hann hafnaði jafnframt þeim rökum að krónan væri ónothæf vegna þess að hátt gengi hennar fyrir hrunið samhliða háum stýrivöxtum hafi sogað til sín erlent fjármagn. Samt voru sum viðbrögð hérna heima á þá leið að Krugman hefði í raun ekki forsendur til að tjá sig um þessi mál því hann þekkti ekki sagnfræði mislukkaðrar peningastefnu þjóðarinnar og slæma reynslu af eigin gjaldmiðli. Eitt skýrasta dæmið um hjarðhugsun fyrir bankahrun eru einkennileg og áróðurskennd viðbrögð við því þegar Morgunblaðið birti skýrslur erlendra greiningaraðila meira en ári fyrir hrunið sem vöruðu við afleiðingum ofvaxins bankakerfis á Íslandi. Morgunblaðið var nánast eini fjölmiðillinn hér á landi á þeim tíma sem fjallaði af einhverri alvöru um vandann sem íslenskt bankakerfi stóð frammi fyrir. Annað sem er skrýtið við umræðuhefð á Íslandi er skorturinn á frumlegri hugsun, en allt gott sem gert er, er ávöxtur frumleika. Í Frelsinu eftir John Stuart Mill segir á einum stað: „Einhugur um skoðun er ekki æskilegur, nema að loknum fullum og frjálsum samanburði við andstæða skoðun" (bls. 112) og enn fremur: „Það þjálfar ekki gáfur manns, að hann geri eitthvað fyrir það eitt, að aðrir gera það, fremur en hitt, að hann trúi einhverju af því einu, að aðrir trúa því." (bls. 115). Og: „Frumleiki er sálargáfa, sem ófrumlegir menn geta ekki skilið, að komi að nokkrum notum." (bls. 126). Í hnotskurn var Mill að leggja áherslu á að menn ættu ekki að taka skoðun sem staðreynd sama hversu vinsæl hún væri. Í raun voru skrif Mills, sem að mínu mati er einn fremsti hugsuður og heimspekingur sögunnar, meðal annars brjóstvörn gegn hjarðhugsun.Stjörnulið hagfræðinga Hinn 7. janúar 2009 skrifuðu hvorki fleiri né færri en 32 hagfræðingar, margir þeirra þeir fremstu á sínu sviði hér á landi, grein saman í Morgunblaðið með fyrirsögninni „Einhliða upptaka evru er engin töfralausn" þar sem einhliða upptöku annars gjaldmiðils var hafnað. Hversu margir ætli hafi lesið þessa grein, séð nöfnin undir greininni, og sannfærst um að réttast væri að ýta þessari umræðu út af borðinu, málið væri hreinlega afgreitt? Það þarf ákveðið hugrekki að stíga fram opinberlega og mæla með einliða upptöku gjaldmiðils þegar 32 aðrir þungavigtarmenn hafa slegið hugmyndina út af borðinu. Það þarf líka ríkt einstaklingseðli til að standa einn í fjöldanum og hrópa sannfæringu sína, en Mill sagði einmitt að snillingar væru gæddir ríkara einstaklingseðli en annað fólk. Nú er ég ekki að mæla með einhliða upptöku annars gjaldmiðils, enda eru þetta fremur vangaveltur um umræðuna en innlegg í stefnumótun. Ég er heldur ekki að segja að þeir sem hafi sett fram frumlegar hugmyndir varðandi peningastefnuna séu snillingar, enda er ég ekki dómbær á það. Málið er hins vegar að þeir íslensku hagfræðingar sem fært hafa rök fyrir einhliða upptöku annars gjaldmiðils eru gæddir sama frumleika og Mill talaði um í riti sínu fyrir 152 árum. Kenningar Mills voru settar upp sem nokkurs konar átakamódel. Halda þyrfti kenningum lifandi svo þær fengju sem best andmæli og rök. Án slíks yrði samfélagið fast í kreddukenningum og sjónarmið yrðu viðurkennd án andmæla. Slíkt væri hættulegt samfélaginu og frelsinu. Rangar skoðanir og röng breytni myndi smám saman þoka fyrir staðreyndum og rökum. Þær skoðanir sem mennirnir treystu best hefðu það eitt til tryggingar sannleiksgildi sínu að öllum í heiminum væri frjálst að afsanna þær. Enn hafa ekki verið færð lögfræðileg rök fyrir því að Íslandi, litla hverfinu í Berlín með sjálfstæða gjaldmiðilinn og sérstæðu þjóðarsálina, yrði vísað úr EES-samstarfinu tæki landið upp frumlega peningastefnu, en frumlegar og djarfar hugmyndir hafa verið afgreiddar sem vitleysa af því að þeir sem samfélagið hefur viðurkennt sem þá klárustu á sínu sviði segja það. Það er ekki til skýr réttarheimild að mínu mati sem veitir Evrópusambandinu rétt til að segja upp EES-samstarfinu á þessari forsendu. Og ég tel að slík heimild yrði að öllum líkindum túlkuð þröngt ef hún væri verulega íþyngjandi fyrir okkur sem erum aðilar að samstarfinu. Þá hef ég ekki enn séð þetta hrakið með nægilega öruggum rökum. Á meðan er ekki hægt að afgreiða málið sem þvætting, því það hefur ekki verið rætt til hlítar. Málið er að hausatalning verður aldrei ávísun á sannleika.Önnur hugmynd sem ræða þarf til hlítar Önnur frumleg hugmynd sem sett hefur verið fram hér á landi er tvíhliða myntsamstarf við önnur ríki, eins og Kanada. Jón Steinsson, lektor í hagfræði við Columbia-háskóla, sagði í samtali við Vísi hinn 3. júní að tvíhliða upptaka Kanadadollars í samstarfi við kanadíska seðlabankann væri kostur sem yrði að ræða til hlítar, væri hann yfirleitt í boði. Jón, sem þekkir vel til innan kanadíska seðlabankans, sagði að peningamálastjórn hefði einnig verið til fyrirmyndar í Kanada undanfarna áratugi og Seðlabanki Kanada væri í dag á meðal fremstu seðlabanka heims. „Þar að auki er efnahagur Kanada á margan hátt líkur efnahag Íslands. Bæði Ísland og Kanada flytja út mikið af hrávöru. Því hafa sveiflur í hrávöruverðum á heimsmarkaði áhrif á bæði hagkerfin," sagði Jón. Í sumar bárust fréttir af áhuga kanadískra embættismanna á því að ræða, að minnsta kosti óformlega, slíka kosti. Ekkert hefur heyrst frá íslenskum stjórnvöldum um málið, sem væri hægt að afgreiða með einu bréfi til Ottawa. Þegar ég var að skrifa fréttir um málið síðastliðið sumar fékk ég símtöl frá Seðlabankanum sem ekki var hægt að túlka öðruvísi en sem hvatningu um að láta af þessari umfjöllun. Málið væri misskilningur sem kanadíska sendiráðið gæti leiðrétt. Þegar ég hafði samband við sendiráðið reyndist þetta ekki rétt, en sendiráðið gat hvorki játað þessu né neitað. Starfsmenn Seðlabankans höfðu ef til vill aðeins gott eitt í huga, en mér fannst þessi vinnubrögð skrýtin. Það er skylda fjölmiðlamanna að fjalla um þau mál sem efst eru á baugi í samfélaginu. Peningastefnan er stærsta óleysta hagsmunamál íslensku þjóðarinnar í dag. Lífskjör almennings í framtíðinni munu meðal annars ráðast af myntinni, því menn geta þá miðað væntingar sínar við þekktar stærðir en ekki óvissu. Þess vegna þurfum við að virkja átakamódelið um peningastefnuna og búa til frjósaman jarðveg fyrir frumlegar hugmyndir.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun