Íslenski boltinn

Rakel samdi við Breiðablik

Rakel boðin velkomin í Breiðablik.
Rakel boðin velkomin í Breiðablik.
Breiðablik fékk góðan liðsstyrk í dag þegar landsliðskonan Rakel Hönnudóttir skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Rakel kemur til félagsins frá KA/Þór þar sem hún hefur verið í algjöru lykilhlutverki undanfarin ár. Missir Akureyrarliðsins er því mikill.

Rakel byrjaði að spila í meistaraflokki 15 ára gömul eða árið 2004.  Hún hefur alla tíð leikið með Þór/KA (fyrstu árin með Þór/KA/KS) .

Rakel hefur leikið 135 leiki í meistaraflokki  og skorað í þeim 124 mörk sem  verður að teljast frábær árangur.

Hún hefur spilað 40 landsleiki  og þar af 33 með A landsliðinu.  í þessum leikjum hefur hún skorað 4 mörk þar af 2 fyrir A landsliðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×