Gamla góða Grafík lifnar við 15. nóvember 2011 21:00 Ein ástsælasta popphljómsveit landsins, hin ísfirska Grafík, á 30 ára afmæli þessa dagana. Í tilefni af því verður á næstu dögum frumsýnd glæný heimildarmynd og gefin út tvöföld plata með bestu lögum sveitarinnar. Heimildarmyndin spannar feril hljómsveitarinnar og hefur verið meira og minna í vinnslu síðan árið 2004. Leikstjórar myndarinnar eru ljósmyndarinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Bjarni Grímsson og Frosti Runólfsson en einnig kom Jónatan Garðarsson að verkinu. Hún verður frumsýnd á Ísafirði 24. nóvember en í Reykjavík verða frumsýning og tónleikar í Austurbæ 1. desember. Á plötunni verður úrval laga hljómsveitarinnar; smellir á borð við Mér finnst rigningin góð, Þúsund sinnum segðu já og Presley. Einnig koma út tvö ný lög. Annað þeirra heitir Bláir fuglar en það var samið rétt fyrir andlát trommuleikarans Rafns Jónssonar af þeim Helga Björnssyni, Rúnari Þórissyni og Rafni en textinn er eftir Helga. Margir bíða spenntir eftir myndinni um Grafík enda er saga hljómsveitarinnar fyrir margar sakir óvenjuleg og hefur yfir sér goðsagnakenndan blæ. „Upphaf ferilsins má rekja til þess að Rafn Ragnar Jónsson trommuleikari, Rúnar Þórisson gítarleikari og Örn Jónsson bassaleikari byrjuðu að taka upp lög saman í Hnífsdal um áramót 1980-1981. Sveitin vakti strax athygli og fékk góða dóma en náði ekki umtalsverðum vinsældum fyrr en platan Get ég tekið sjens kom út árið 1984. Sú plata sló rækilega í gegn með Helga Björnsson sem söngvara og þykir enn í dag vera ein best heppnaða poppplata okkar Íslendinga, enda inniheldur hún lög á borð við Sextán, 1000 sinnum og Mér finnst rigningin góð. Þá hefur platan Leyndarmál verið talin með bestu plötum níunda áratugsins en þá söng Andrea Gylfadóttir með Grafík. Einnig hafa ýmsir hljóðfæraleikarar komið við sögu sveitarinnar, t.d. Jakob Magnússon, Hjörtur Howser og Egill Rafnsson," segir í tilkynningu. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá sýnishorn úr myndinni. Í meðfylgjandi myndasafni má síðan sjá nokkrar óborganlegar myndir frá fyrstu árum sveitarinnar. Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Ein ástsælasta popphljómsveit landsins, hin ísfirska Grafík, á 30 ára afmæli þessa dagana. Í tilefni af því verður á næstu dögum frumsýnd glæný heimildarmynd og gefin út tvöföld plata með bestu lögum sveitarinnar. Heimildarmyndin spannar feril hljómsveitarinnar og hefur verið meira og minna í vinnslu síðan árið 2004. Leikstjórar myndarinnar eru ljósmyndarinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Bjarni Grímsson og Frosti Runólfsson en einnig kom Jónatan Garðarsson að verkinu. Hún verður frumsýnd á Ísafirði 24. nóvember en í Reykjavík verða frumsýning og tónleikar í Austurbæ 1. desember. Á plötunni verður úrval laga hljómsveitarinnar; smellir á borð við Mér finnst rigningin góð, Þúsund sinnum segðu já og Presley. Einnig koma út tvö ný lög. Annað þeirra heitir Bláir fuglar en það var samið rétt fyrir andlát trommuleikarans Rafns Jónssonar af þeim Helga Björnssyni, Rúnari Þórissyni og Rafni en textinn er eftir Helga. Margir bíða spenntir eftir myndinni um Grafík enda er saga hljómsveitarinnar fyrir margar sakir óvenjuleg og hefur yfir sér goðsagnakenndan blæ. „Upphaf ferilsins má rekja til þess að Rafn Ragnar Jónsson trommuleikari, Rúnar Þórisson gítarleikari og Örn Jónsson bassaleikari byrjuðu að taka upp lög saman í Hnífsdal um áramót 1980-1981. Sveitin vakti strax athygli og fékk góða dóma en náði ekki umtalsverðum vinsældum fyrr en platan Get ég tekið sjens kom út árið 1984. Sú plata sló rækilega í gegn með Helga Björnsson sem söngvara og þykir enn í dag vera ein best heppnaða poppplata okkar Íslendinga, enda inniheldur hún lög á borð við Sextán, 1000 sinnum og Mér finnst rigningin góð. Þá hefur platan Leyndarmál verið talin með bestu plötum níunda áratugsins en þá söng Andrea Gylfadóttir með Grafík. Einnig hafa ýmsir hljóðfæraleikarar komið við sögu sveitarinnar, t.d. Jakob Magnússon, Hjörtur Howser og Egill Rafnsson," segir í tilkynningu. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá sýnishorn úr myndinni. Í meðfylgjandi myndasafni má síðan sjá nokkrar óborganlegar myndir frá fyrstu árum sveitarinnar.
Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira