Lífið

Bakaðu hollar piparkökur fyrir jólin

Spelt er mjöltegund sem er hollari og örlítið grófari en venjulegt hveitimjöl. Það lítur út eins og heilhveiti og í því er minna glútein en í venjulegu hveiti.

Speltpiparkökur

2 dl speltmjöl

1 tsk. kanill½ tsk

matarsódi½ tsk

allrahanda½ tsk

múskat¼ tsk

salt¼ tsk

negull¼ tsk

svartur pipar

2 ½ dl púðursykur

5 msk smjör eða smjörlíki

1 tsk vanilludropar

1 stórt egg

1 ¼ dl haframjöl

Hitið ofninn í 180 gráður. Blandið saman speltmjöli, kanil, matarsóda, allrahanda, múskati, salti, negul og pipar. Þeytið saman púðursykur, smjör og vanilludropa þar til blandan er létt og ljós. Bætið egginu út í og þeytið vel.

Blandið mjölblöndunni og haframjölinu saman við og hrærið öllu varlega saman. Leggið bökunarpappír á ofnplötuna og setjið deigið með teskið á plötuna með góðu millibili, því kökurnar renna út í bakstri. Bakið í 10-12 mínútur eða þar til kökurnar eru orðnar stökkar. Kælið kökurnar og geymið í loftþéttu íláti.

Sjá nánar Femin.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×