Handbolti

Dagur fór illa með Guðmund

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dagur Sigurðsson er þjálfari Füchse Berlin.
Dagur Sigurðsson er þjálfari Füchse Berlin. Nordic Photos / Getty Images
Füchse Berlin vann í kvöld öruggan sigur á Rhein-Neckar Löwen í miklum Íslendingaslag í þýsku úrvalsdeildinni, 35-28. Með sigrinum í kvöld komst Füchse Berlin upp í annað sæti deildarinnar.

Dagur Sigurðsson er þjálfari Füchse Berlin og Alexander Petersson leikur með liðinu. Guðmundur Guðmundsson þjálfar Löwen en línumaðurinn Róbert Gunnarsson er á mála hjá Löwen.

Heimamenn byrjuðu mjög vel í Berlín í kvöld og komust í 5-1 forystu. Löwen náði að minnka muninn í 9-8 eftir átján mínútna leik en þá fóru leikmenn Füchse Berlin á skrið og höfðu fimm marka forystu í hálfleik, 17-12.

Gestirnir komust svo aldrei nálægt því að ógna forystu refanna frá Berlín sem unnu að lokum öruggan sigur sem fyrr segir.

Alexander skoraði fjögur mörk fyrir Füchse Berlin en Róbert komst ekki á blað að þessu sinni.

Skyttan Sven-Sören Christophersen skoraði sjö mörk fyrir Berlin og Markus Richwien sex. Hjá Löwen var Krysztof Lijewski markahæstur með sjö mörk. Börge Lund skoraði sex mörk og Uwe Gensheimer fimm.

Löwen skaust upp fyrir Hamburg í kvöld og er í öðru sæti deildarinnar með 21 stig, sex stigum á eftir toppliði Kiel. Hamburg er svo með 20 stig og á leik til góða. Flensburg er í fjórða sætinu með átján stig og Löwen í því fimmta með sautján stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×