Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Tékkland 33-30 Stefán Árni Pálsson í Vodafonehöllinni skrifar 26. nóvember 2011 11:17 Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik lagði Tékka, x-x, öðru sinni í dag er þjóðirnar mættust í vináttulandsleik í Vodafonehöllinni. Ísland vann einnig leik þjóðanna í gær. Íslenska liðið mætti gríðarlega grimmt til leiks og hreinlega keyrði yfir tékkneska liðið í upphafi. Eftir 19 mínútna leik var munurinn tíu mörk, 14-4. Því forskoti náði íslenska liðið ekki að halda og Tékkarnir söxuðu jafnt og þétt niður forskot íslenska liðsins. Tékkarnir náðu þó aldrei að jafna leikinn eða gera hann verulega spennandi. Þetta var síðasti leikur íslenska liðsins fyrir HM í Brasilíu en stelpurnar leggja í hann eftir helgina. Ísland vann ágætan sigur á Tékklandi, 33-30, í vináttulandsleik í Vodafonehöllinni í dag, en þetta var í annað sinn á tveimur dögum sem liðin mættust. Það var ljóst frá upphafsmínútum leiksins í hvað stefndi en íslensku stelpurnar hreinlega keyrðu yfir þær tékknesku í fyrri hálfleik. Fljótlega var íslenska landsliðið komið með tíu marka forystu, 14-4, og allt stefndi í niðurlægingu. Staðan í hálfleik var 20-12, en þær Þórey Stefánsdóttir og Arna Sif Pálsdóttir fóru á kostum í liði Íslands í hálfleiknum. Síðari hálfleikurinn var allt annar og þær tékknesku komu sterkari til leiks. Gestirnir unnu sig hægt og rólega aftur inn í leikinn og minnkuðu muninn minnst niður í tvö mörk, 31-29, þegar rúmlega ein mínúta var eftir. Þá tók Stella Sigurðardóttir leikinn í sínar hendur og skoraði tvö fín mörk fyrir Ísland. Stella Sigurðardóttir var atkvæðamest í liði Íslands með 10 mörk, en Þórey Stefánsdóttir skoraði átta.Þórey: Verðum að vera bjartsýnar fyrir HM „Frá bær fyrri hálfleikur hjá okkur í dag,“ sagði Þórey Stefánsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir sigurinn í dag. „Við slökuðum allt of mikið á í þeim síðari. Við komum bara allt of afslappaðar til leiks út í seinni hálfleikinn, þær fóru að berja meira á okkur og láta okkur finna fyrir því“. „Það sem gekk vel hjá okkur í fyrri hálfleiknum voru hraðaupphlaup og vörn, en það hvarf hreinlega síðari hálfleiknum“. „Við erum allar svakalega spenntar fyrir heimsmeistaramótinu og mjög bjartsýnar“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Þórey hér að ofan. Guðný: Sýndum karakter að klára leikinn í dag „Mér finnst hafa verið jákvæð þróun hjá okkur í þessum leikjum við Tékka, en síðari hálfleikurinn var slappur hjá okkur í dag,“ sagði Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins, eftir sigurinn í dag. „Það sýnir samt vissan karakter að ná að klára leikinn í dag og við verðum bara að nýta okkur það“. „Þær skoruðu bara fjögur mörk á fyrstu tuttugu mínútum leiksins og við vorum að sýna magnaðan varnarleik“. „Við verðum að vera bjartsýnar fyrir mótið sjálft og ætlum okkur að komast upp úr riðlinum“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Guðný með því að ýta hér. Olís-deild kvenna Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik lagði Tékka, x-x, öðru sinni í dag er þjóðirnar mættust í vináttulandsleik í Vodafonehöllinni. Ísland vann einnig leik þjóðanna í gær. Íslenska liðið mætti gríðarlega grimmt til leiks og hreinlega keyrði yfir tékkneska liðið í upphafi. Eftir 19 mínútna leik var munurinn tíu mörk, 14-4. Því forskoti náði íslenska liðið ekki að halda og Tékkarnir söxuðu jafnt og þétt niður forskot íslenska liðsins. Tékkarnir náðu þó aldrei að jafna leikinn eða gera hann verulega spennandi. Þetta var síðasti leikur íslenska liðsins fyrir HM í Brasilíu en stelpurnar leggja í hann eftir helgina. Ísland vann ágætan sigur á Tékklandi, 33-30, í vináttulandsleik í Vodafonehöllinni í dag, en þetta var í annað sinn á tveimur dögum sem liðin mættust. Það var ljóst frá upphafsmínútum leiksins í hvað stefndi en íslensku stelpurnar hreinlega keyrðu yfir þær tékknesku í fyrri hálfleik. Fljótlega var íslenska landsliðið komið með tíu marka forystu, 14-4, og allt stefndi í niðurlægingu. Staðan í hálfleik var 20-12, en þær Þórey Stefánsdóttir og Arna Sif Pálsdóttir fóru á kostum í liði Íslands í hálfleiknum. Síðari hálfleikurinn var allt annar og þær tékknesku komu sterkari til leiks. Gestirnir unnu sig hægt og rólega aftur inn í leikinn og minnkuðu muninn minnst niður í tvö mörk, 31-29, þegar rúmlega ein mínúta var eftir. Þá tók Stella Sigurðardóttir leikinn í sínar hendur og skoraði tvö fín mörk fyrir Ísland. Stella Sigurðardóttir var atkvæðamest í liði Íslands með 10 mörk, en Þórey Stefánsdóttir skoraði átta.Þórey: Verðum að vera bjartsýnar fyrir HM „Frá bær fyrri hálfleikur hjá okkur í dag,“ sagði Þórey Stefánsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir sigurinn í dag. „Við slökuðum allt of mikið á í þeim síðari. Við komum bara allt of afslappaðar til leiks út í seinni hálfleikinn, þær fóru að berja meira á okkur og láta okkur finna fyrir því“. „Það sem gekk vel hjá okkur í fyrri hálfleiknum voru hraðaupphlaup og vörn, en það hvarf hreinlega síðari hálfleiknum“. „Við erum allar svakalega spenntar fyrir heimsmeistaramótinu og mjög bjartsýnar“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Þórey hér að ofan. Guðný: Sýndum karakter að klára leikinn í dag „Mér finnst hafa verið jákvæð þróun hjá okkur í þessum leikjum við Tékka, en síðari hálfleikurinn var slappur hjá okkur í dag,“ sagði Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins, eftir sigurinn í dag. „Það sýnir samt vissan karakter að ná að klára leikinn í dag og við verðum bara að nýta okkur það“. „Þær skoruðu bara fjögur mörk á fyrstu tuttugu mínútum leiksins og við vorum að sýna magnaðan varnarleik“. „Við verðum að vera bjartsýnar fyrir mótið sjálft og ætlum okkur að komast upp úr riðlinum“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Guðný með því að ýta hér.
Olís-deild kvenna Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti