Caroline Wozniacki er annað árið í röð efsta sæti heimslistans en þessi danska tenniskona á samt enn eftir að vinna risamót á ferlinum. Hún er nú kominn með nýjan þjálfara sem á að reyna að hjálpa henni til að brjóta þann múr.
Nýi þjálfari hennar er Ricardo Sanchez sem er 52 ára gamall Spánverji og hann hefur trú á því að Wozniacki nái loksins að brjóta risamótsmúrinn á næsta ári.
„Hún mun vinna risamót. Hún er metnaðarfull en þarf að ná meiri stöðugleika í sinn leik. Hún á ekki að þurfa á heppni að halda til að vinna risamót," sagði Ricardo Sanchez í viðtali við Ekstrabladet.
„Ég hef rætt það við faðir hennar að ef hún nær að bæta sig um 30 prósent þá færi hún nauðsynlegt sjálfstraust til að spila afslappari á risamótunum," sagði Sanchez.
Piotr Wozniacki, faðir Caroline, hefur verið þjálfari hennar til þessa en hætti því í ágúst. Ricardo Sanchez vill vinna með honum að þjálfun dönsku tennisprinsessunnar.
„Ég kem með það markmið að hjálpa þeim. Ég vil að Piotr verði með mér í þessu. Saman getum við hjálpa henni að vinna risamót og vinna bestu spilarana," sagði Sanchez sem hefur fylgst með Caroline síðan 2008.
„Ég hef verið tennisþjálfari í 23 ár og ég sé að Caroline er klár og fljót að tileinka sér nýja hluti," sagði Sanchez.
Wozniacki komin með nýjan þjálfara sem lofar risatitlum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn


Neymar fór grátandi af velli
Fótbolti

Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool
Enski boltinn

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn

Rekinn út af eftir 36 sekúndur
Handbolti

Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti

