Lífið

Horfðu á þetta ef þú átt barn

elly@365.is skrifar
Í meðfylgjandi myndskeiði segir Þórgunna Þórarinsdóttir nuddkennari frá nýrri bók, Barnanuddbókin - frá fæðingu til 15 ára aldurs, sem er fyrir alla sem vilja læra einfaldar en áhrifaríkar leiðbeiningar um nuddaðferðir fyrir ung-, leikskóla- og grunnskólabörn.

Þau voru svo miklir fyrirburar og stelpunni var ekki hugað líf, segir Þórgunna þegar talið berst að tvíburunum hennar sem fæddust þremur mánuðum fyrir tímann. Þórgunna ákvað að læra ungbarnanudd því börnin hennar tóku ótrúlegum framförum þegar hún byrjaði að nudda þau.

Hér flettir Þórgunna í gegnum nuddbókina (aukaefni á Facebook).



Nuddið getur lagað magaverk, eyrnaverk, vaxtarverki og linað verki vegna íþróttameiðsla krakka. - Sjá meira um nuddbókina hér.





ATH: Í tilefni útkomu nuddbókarin nar heldur Þórgunna fræðandi fyrirlestur og sýnir nudd á börnum á mismunandi aldri á barnakaffihúsinu Iðunnareplinu, Templarasundi 3, laugardaginn 3. des. kl. 13.00. - Allir velkomnir með börn á öllum aldri.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×