"Þjóð sem kveinkar sér undan verðtryggingu" ræður ekki við dollar Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. desember 2011 22:00 „Þjóð sem kveinkar sér undan verðtryggingu ræður ekkert við Kanadadollar," segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. Þá segir hann afnám verðtryggingar enga töfralausn og samstaða um það sé eins og samstaða um að brjóta alla hitamæla í landinu af því að hitinn sé svo mikill. Árni Páll segir tvíhliða myntsamstarf við annað ríki fela í sér að ganga því ríki á hönd. Ef Ísland færi í tvíhliða myntsamstarf við Kanada fæli það í sér afsal á efnahagslegu forræði Íslands til Kanada, segir ráðherrann, en hann var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. „Fix-ídea" sem gengur ekki upp Árni Páll segir að skuldsetja þyrfti ríkið almennilega til að gefa öllum færi á að skipta krónum sínum í Kanadadollara. Þá segir hann að sparifjáreigendur myndu ekki geta staðist áhlaup og myndu flytja peningana sína í kanadíska banka væri Kanadadollarinn ráðandi mynt hér á landi. „Þetta gengur ekki upp og er algjör draumsýn," segir ráðherrann. Hann segir að Kanadadollar séu bara íslenskar krónur með öðru nafni. „Svona fix-ídeur er eitthvað sem Íslendingar verða að venja sig af." Árni Páll segir að íslensk stjórnvöld hafi sett sér markmið um gengisstöðugleika. Tryggja verði afgang af utanríkisviðskiptum áfram til að byggja upp sjálfbæran hagvöxt til næstu ára. Bjórinn á Kaffibarnum verður á 5000 kall árið 2047 Aðspurður um afnám verðtryggingar rifjaði Árni Páll upp heimsókn sína í útvarpsþáttinn Harmageddon á X-inu 9-77 nýlega en annar þáttastjórnenda, Frosti Logason, hefur greint frá glímu sinni við verðtryggt húsnæðislán en mikil hækkun hefur orðið á láninu með tilheyrandi eiginfjárbruna, en lánið mun hafa hækkað úr 17 milljónum í 25 milljónir eftir hrun og mun hafa kostað hann alls 140 m.kr árið 2047. „Þetta er eðlilega dálítið súrt í broti og hann hafði af þessu áhyggjur. En ég benti honum á að árið 2047 mun hann geta selt þessa íbúð fyrir 227 milljónir, mánðarlaunin hans verða 3 milljónir og bjórinn á Kaffibarnum verður á 5000 kall. Þannig að allt þetta tal um afnám verðtryggingar er fyrir mér á köflum óskiljanlegt," segir Árni Páll. Hann segir sjálfsagt að bjóða upp á önnur lán en verðtryggð og skuldarar geti þannig tekið meiri áhættu. En „afnám verðtryggingar sem einhver töfralausn er eins og þjóðarsamstaða um að brjóta alla hitamæla í landinu af því að hitinn er svo mikill." Sjá má viðtal við Árna Pál þar sem hann ræðir gjaldmiðlamál og hugsanlegt afnám verðtryggingar hér fyrir ofan. Sjá má Klinkið í heild sinni hér.thorbjorn@stod2.is Klinkið Tengdar fréttir Árni Páll: "Mitt hlutverk að segja óþægilega hluti“ Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir það hlutverk sitt sem efnahags- og viðskiptaráðherra að segja óþægilega hluti og því hafi hann þótt umdeildur en rætt hefur verið um að leggja niður efnahags- og viðskiptaráðuneytið og sameina það fjármálaráðuneytinu. 19. desember 2011 20:37 "Bretar og Hollendingar þurfa að sanna tjón sitt" Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir alls ekki skynsamlegt að horfa á vaxtaprósentur úr eldri Icesave-samningum í tengslum við hugsanlegt samningsbrot Íslands vegna málshöfðunar ESA fyrir EFTA-dómstólnum, fari svo að Ísland tapi málinu og þurfi að efna skuldbindingar sínar gagnvart Bretum og Hollendingum. 19. desember 2011 21:00 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira
„Þjóð sem kveinkar sér undan verðtryggingu ræður ekkert við Kanadadollar," segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. Þá segir hann afnám verðtryggingar enga töfralausn og samstaða um það sé eins og samstaða um að brjóta alla hitamæla í landinu af því að hitinn sé svo mikill. Árni Páll segir tvíhliða myntsamstarf við annað ríki fela í sér að ganga því ríki á hönd. Ef Ísland færi í tvíhliða myntsamstarf við Kanada fæli það í sér afsal á efnahagslegu forræði Íslands til Kanada, segir ráðherrann, en hann var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. „Fix-ídea" sem gengur ekki upp Árni Páll segir að skuldsetja þyrfti ríkið almennilega til að gefa öllum færi á að skipta krónum sínum í Kanadadollara. Þá segir hann að sparifjáreigendur myndu ekki geta staðist áhlaup og myndu flytja peningana sína í kanadíska banka væri Kanadadollarinn ráðandi mynt hér á landi. „Þetta gengur ekki upp og er algjör draumsýn," segir ráðherrann. Hann segir að Kanadadollar séu bara íslenskar krónur með öðru nafni. „Svona fix-ídeur er eitthvað sem Íslendingar verða að venja sig af." Árni Páll segir að íslensk stjórnvöld hafi sett sér markmið um gengisstöðugleika. Tryggja verði afgang af utanríkisviðskiptum áfram til að byggja upp sjálfbæran hagvöxt til næstu ára. Bjórinn á Kaffibarnum verður á 5000 kall árið 2047 Aðspurður um afnám verðtryggingar rifjaði Árni Páll upp heimsókn sína í útvarpsþáttinn Harmageddon á X-inu 9-77 nýlega en annar þáttastjórnenda, Frosti Logason, hefur greint frá glímu sinni við verðtryggt húsnæðislán en mikil hækkun hefur orðið á láninu með tilheyrandi eiginfjárbruna, en lánið mun hafa hækkað úr 17 milljónum í 25 milljónir eftir hrun og mun hafa kostað hann alls 140 m.kr árið 2047. „Þetta er eðlilega dálítið súrt í broti og hann hafði af þessu áhyggjur. En ég benti honum á að árið 2047 mun hann geta selt þessa íbúð fyrir 227 milljónir, mánðarlaunin hans verða 3 milljónir og bjórinn á Kaffibarnum verður á 5000 kall. Þannig að allt þetta tal um afnám verðtryggingar er fyrir mér á köflum óskiljanlegt," segir Árni Páll. Hann segir sjálfsagt að bjóða upp á önnur lán en verðtryggð og skuldarar geti þannig tekið meiri áhættu. En „afnám verðtryggingar sem einhver töfralausn er eins og þjóðarsamstaða um að brjóta alla hitamæla í landinu af því að hitinn er svo mikill." Sjá má viðtal við Árna Pál þar sem hann ræðir gjaldmiðlamál og hugsanlegt afnám verðtryggingar hér fyrir ofan. Sjá má Klinkið í heild sinni hér.thorbjorn@stod2.is
Klinkið Tengdar fréttir Árni Páll: "Mitt hlutverk að segja óþægilega hluti“ Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir það hlutverk sitt sem efnahags- og viðskiptaráðherra að segja óþægilega hluti og því hafi hann þótt umdeildur en rætt hefur verið um að leggja niður efnahags- og viðskiptaráðuneytið og sameina það fjármálaráðuneytinu. 19. desember 2011 20:37 "Bretar og Hollendingar þurfa að sanna tjón sitt" Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir alls ekki skynsamlegt að horfa á vaxtaprósentur úr eldri Icesave-samningum í tengslum við hugsanlegt samningsbrot Íslands vegna málshöfðunar ESA fyrir EFTA-dómstólnum, fari svo að Ísland tapi málinu og þurfi að efna skuldbindingar sínar gagnvart Bretum og Hollendingum. 19. desember 2011 21:00 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira
Árni Páll: "Mitt hlutverk að segja óþægilega hluti“ Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir það hlutverk sitt sem efnahags- og viðskiptaráðherra að segja óþægilega hluti og því hafi hann þótt umdeildur en rætt hefur verið um að leggja niður efnahags- og viðskiptaráðuneytið og sameina það fjármálaráðuneytinu. 19. desember 2011 20:37
"Bretar og Hollendingar þurfa að sanna tjón sitt" Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir alls ekki skynsamlegt að horfa á vaxtaprósentur úr eldri Icesave-samningum í tengslum við hugsanlegt samningsbrot Íslands vegna málshöfðunar ESA fyrir EFTA-dómstólnum, fari svo að Ísland tapi málinu og þurfi að efna skuldbindingar sínar gagnvart Bretum og Hollendingum. 19. desember 2011 21:00