Lífið

Steik með stökkri parmaskinku

elly@365.is skrifar
Snorri Viktor Gylfason yfirmatreiðslumaður á ítalska veitingahúsinu La Luna á Rauðarárstíg sýnir í meðfylgjandi myndskeiði hvernig elda má steik með stökkri parmaskinku á auðveldan máta.

Uppskriftin hans Snorra

200 gr kálfafille steikt á pönnu, smjör, hvítlauksgeirar, salt og pipar, timjan og edik og hvítlausolíu bætt við. Þegar kjötið er búið að fá smá lit eftir steikingu er því skellt í 180 gráðu heitan ofn í sirka 7-10 mínútur.

sveppa-mauk

100 gr flúðasveppir

10 gr laukur - fínt saxaður

40 ml rjómi

smakkað til með truflu olíu og salti

sveppir léttsteiktir í heitum potti, lauknum bætt við og þá rjómanum. Soðið í sirka 1-2 mínútur og síðan maukað í blender.

sveppir, aspas, og kartöflur - steikt á pönnu

hita pönnu vel, grænmeti og forsoðnum kartöflunum skellt á pönnuna með 10 gr af smjöri - saltað og smakkað.

parmaskinkan

parmaskinkan sett í ofn á 180 gráðu hita í sirka 15 mínútur þá verður hún stökk.

raspið utan á kjötinu

parmaskinkan brotin niður í smátt

heslihnetur ristaðar í ofni

rista eina brauðsneið/raspað

feskar jurtir settar út í að vild.

Laluna.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×