Steingrímur vill selja hluta Landsbankans gegnum Kauphöllina Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. desember 2011 19:30 Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, telur æskilegt að einhver hluti ríkisbankans Landsbankans verði seldur almenningi í gegnum Kauphöll Íslands. Þá telur Steingrímur rétt að selja eignarhluti ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka gegnum Kauphöllina. Íslenska ríkið á sem stendur 13 prósenta hlut í Arion banka og 5 prósenta hlut í Íslandsbanka. Þá á ríkið 81,3 prósenta hlut í Landsbankanum, en það er Bankasýsla ríkisins sem heldur utan um þessar eignir. Í fyllingu tímans verða hlutir ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka seldir. Rætt hefur verið um að skynsamlegt sé að gera það í gegnum Kauphöll Íslands. Frumskráning á Högum stendur yfir og það var mikil umframeftirspurn eftir bréfum í fyrirtækinu, sem gæti verið vísbending um að traust á hlutabréfamarkaðnum sé að aukast. Er ekki æskilegt að selja þessa litlu hluti ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka í gegnum Kauphöllina? „Það getur vel farið svo, þegar bankarnir verða sjálfir komnir í stand til þess og vilja skrá sig á markað," segir Steingrímur. Hvenær heldur að það verði? „Vonandi sem fyrst. Ég held að efnahagsreikningar þeirra séu að styrkjast og verða hreinni. Maður hefur bundið vonir við að á næsta ári yrði skuldaendurskipulagningu og afskriftum að mestu lokið og kannski fleiri mál komin á hreint sem varða stöðu bankanna. Þegar Fjármálaeftirlitið gæfi grænt ljós á greiðslu arðs þá gefur maður sér að það yrði vegna þess að FME teldi efnahagsreikninga þeirra orðna trausta og þeir eytt að mestu óvissunni varðandi sitt eignasafn með endurskipulagningu skulda og svo framvegis." Það er þín framtíðarsýn að þetta fari í gegnum Kauphöllina? „Það væri mjög æskilegt. (...) Varðandi Landsbankann væri mjög spennandi að hann yrði skráður og það gæti verið leið til þess að setja einhver bréf af honum í umferð," segir Steingrímur. thorbjorn@stod2.is Klinkið Tengdar fréttir "Að fara undir evrópskt pils“ mun ekki auka ábyrgðarkennd Íslendinga Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segist eiga mjög erfitt með að sjá að samningur við ESB yrði þannig að hann myndi breyta þeirri grundvallarafstöðu sinni að Íslandi sé betur borgið utan ESB. Hann segir ekki aðeins praktísk rök, þ.e kalt hagsmunamat, ráða viðhorfum sínum, heldur einnig lífsgildi. 10. desember 2011 19:00 Segir Árna Pál "atorkusaman" og vill ekki sjá Icesave aftur Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að yfirstjórn á efnahagsmálum þurfi að vera á einum stað. Hann segir Árna Pál Árnason, "atorkusaman mann" en þeir hafi ekki alltaf verið sammála um alla hluti. 10. desember 2011 20:15 Vill sameina Seðlabankann og FME að nýju Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, er þeirrar skoðunar að sameina eigi Fjármálaeftirlitið og Seðlabanka Íslands að nýju. Hann segir að það myndi stytta boðleiðir og auðvelda stjórnvöldum að meta kerfislæga áhættu. 10. desember 2011 18:30 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, telur æskilegt að einhver hluti ríkisbankans Landsbankans verði seldur almenningi í gegnum Kauphöll Íslands. Þá telur Steingrímur rétt að selja eignarhluti ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka gegnum Kauphöllina. Íslenska ríkið á sem stendur 13 prósenta hlut í Arion banka og 5 prósenta hlut í Íslandsbanka. Þá á ríkið 81,3 prósenta hlut í Landsbankanum, en það er Bankasýsla ríkisins sem heldur utan um þessar eignir. Í fyllingu tímans verða hlutir ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka seldir. Rætt hefur verið um að skynsamlegt sé að gera það í gegnum Kauphöll Íslands. Frumskráning á Högum stendur yfir og það var mikil umframeftirspurn eftir bréfum í fyrirtækinu, sem gæti verið vísbending um að traust á hlutabréfamarkaðnum sé að aukast. Er ekki æskilegt að selja þessa litlu hluti ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka í gegnum Kauphöllina? „Það getur vel farið svo, þegar bankarnir verða sjálfir komnir í stand til þess og vilja skrá sig á markað," segir Steingrímur. Hvenær heldur að það verði? „Vonandi sem fyrst. Ég held að efnahagsreikningar þeirra séu að styrkjast og verða hreinni. Maður hefur bundið vonir við að á næsta ári yrði skuldaendurskipulagningu og afskriftum að mestu lokið og kannski fleiri mál komin á hreint sem varða stöðu bankanna. Þegar Fjármálaeftirlitið gæfi grænt ljós á greiðslu arðs þá gefur maður sér að það yrði vegna þess að FME teldi efnahagsreikninga þeirra orðna trausta og þeir eytt að mestu óvissunni varðandi sitt eignasafn með endurskipulagningu skulda og svo framvegis." Það er þín framtíðarsýn að þetta fari í gegnum Kauphöllina? „Það væri mjög æskilegt. (...) Varðandi Landsbankann væri mjög spennandi að hann yrði skráður og það gæti verið leið til þess að setja einhver bréf af honum í umferð," segir Steingrímur. thorbjorn@stod2.is
Klinkið Tengdar fréttir "Að fara undir evrópskt pils“ mun ekki auka ábyrgðarkennd Íslendinga Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segist eiga mjög erfitt með að sjá að samningur við ESB yrði þannig að hann myndi breyta þeirri grundvallarafstöðu sinni að Íslandi sé betur borgið utan ESB. Hann segir ekki aðeins praktísk rök, þ.e kalt hagsmunamat, ráða viðhorfum sínum, heldur einnig lífsgildi. 10. desember 2011 19:00 Segir Árna Pál "atorkusaman" og vill ekki sjá Icesave aftur Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að yfirstjórn á efnahagsmálum þurfi að vera á einum stað. Hann segir Árna Pál Árnason, "atorkusaman mann" en þeir hafi ekki alltaf verið sammála um alla hluti. 10. desember 2011 20:15 Vill sameina Seðlabankann og FME að nýju Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, er þeirrar skoðunar að sameina eigi Fjármálaeftirlitið og Seðlabanka Íslands að nýju. Hann segir að það myndi stytta boðleiðir og auðvelda stjórnvöldum að meta kerfislæga áhættu. 10. desember 2011 18:30 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira
"Að fara undir evrópskt pils“ mun ekki auka ábyrgðarkennd Íslendinga Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segist eiga mjög erfitt með að sjá að samningur við ESB yrði þannig að hann myndi breyta þeirri grundvallarafstöðu sinni að Íslandi sé betur borgið utan ESB. Hann segir ekki aðeins praktísk rök, þ.e kalt hagsmunamat, ráða viðhorfum sínum, heldur einnig lífsgildi. 10. desember 2011 19:00
Segir Árna Pál "atorkusaman" og vill ekki sjá Icesave aftur Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að yfirstjórn á efnahagsmálum þurfi að vera á einum stað. Hann segir Árna Pál Árnason, "atorkusaman mann" en þeir hafi ekki alltaf verið sammála um alla hluti. 10. desember 2011 20:15
Vill sameina Seðlabankann og FME að nýju Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, er þeirrar skoðunar að sameina eigi Fjármálaeftirlitið og Seðlabanka Íslands að nýju. Hann segir að það myndi stytta boðleiðir og auðvelda stjórnvöldum að meta kerfislæga áhættu. 10. desember 2011 18:30