Umfjöllun og viðtöl: Haukar - FH 25-20 Stefán Hirst Friðriksson í Strandgötu skrifar 28. desember 2011 13:14 Mynd/daníel Haukar urðu í kvöld deildarbikarmeistarar í handbolta með góðum fimm marka sigri, 25-20 á nágrönnum sínum í FH. Leikurinn var rafmagnaður og létu áhorfendur vel í sér heyra í þessum Hafnarfjarðarslag sem var haldinn í íþróttahúsinu að Strandgötu. Sigurinn vannst á gríðarlega sterkri vörn Hauka ásamt því að Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka var í góður í markinu. FH-ingar áttu lítil svör við sterkri vörn Hauka, sem voru með undirtökin allan leikinn. Stefán Rafn Sigurmannsson leikmaður Hauka bar af í sóknarleik sinna manna en hann skoraði sjö mörk í leiknum. Þórður Rafn Guðmundsson í liði Hauka átti einnig góðan leik en hann skoraði fimm mörk í leiknum. Það var fátt um fína drætti hjá FH en það var aðallega Ari Magnús Þorgeirsson sem sýndi lit í sóknarleiknum. Leikurinn fór vel af stað og var mikið jafnræði með liðunum á upphafsmínútunum. Haukar voru þó með undirtökin í upphafi og var það hlutverk FH-inga að elta. Mikil barátta einkenndi fyrri hálfleikinn og var það greinilegt að bæði lið voru tilbúin að berjast fyrir málstaðinn. FH-ingar náðu að minnka muninn í eitt mark eftir gott hraðaupphlaupsmark um miðbik fyrri hálfleiksins en eftir það tóku Haukar völdin og juku forystu sína jafnt og þétt og voru með fjögurra marka forystu þegar flautað var til leikhlés. Haukar skelltu í lás á upphafsmínútum síðari hálfleiksins og spiluðu þeir virkilega sterka vörn ásamt góðri markvörslu sem FH-ingar áttu fá svör við. Haukar héldu áfram að auka forystuna og var hún komin í átta mörk snemma í hálfleiknum. Jafnræði var með liðunum á næstu mínútum en FH-ingar voru þó ekki alveg hættir því að þeim tókst að minnka muninn og voru þeir einungis þremur mörkum undir þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum. Lokamínúturnar voru æsispennandi og fengu FH-ingar dæmda á sig tveggja brottvísun þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum ásamt því að Ísak Rafnsson var rekinn af velli fyrir ljótt brot undir lok leiks. Haukar nýttu sér liðsmuninn til fullnustu og unnu að lokum öruggan fimm marka sigur.Stefán Rafn: Það er gott að vera í Haukum í dag ,,Þetta var frábær leikur hjá okkur. Við mættum virkilega stemmdir til leiks og náðum upp flottri vörn ásamt því að markvarslan var frábær. Við héldum þeim í tuttugu mörkum hérna sem er frábært." sagði Stefán ,,Við settum okkur markmið fyrir tímabilið og við ætlum að halda þeim. Það er einn titill kominn núna og við ætlum núna að einbeita okkur að hinum. Við höfum ekki unnið titil núna í eitt og hálft ár síðan að Aron fór þannig að þetta er gaman. Það er mjög öflugt að fá hann til baka en hann er frábær þjálfari sem kemur með nýjar áherslur þannig að það er bara gaman að vera í Haukum í dag. " sagði Stefán Stefán Rafn spilaði mjög vel í sóknarleiknum í dag og var hann mjög hættulegur í langskotum sínum. Hann var að vonum sáttur með sitt framlag ,,Ég er mjög ánægður með mína frammistöðu. Ég var að finna mig ágætlega og skjóta ágætlega og liðið var að finna sig vel. Þetta gekk bara mjög vel í dag." sagði Stefán að lokumAron: Skemmir ekki fyrir að vinna FH í úrslitaleik ,,Þetta var góður sigur hjá okkur í kvöld og ekki skemmdi það fyrir að við vorum að vinna erkifjendurna í FH hérna í kvöld. Ég er gríðarlega ánægður með liðið í þessum leik. Markvarslan og vörnin var mest allan leikinn mjög góð. Við duttum þarna niður aðeins í seinni hálfleik en þá breyttum við um áherslur í vörninni og strákarnir gerðu það frábærlega." sagði Aron. Þetta var fyrsti titill Hauka á tímabilinu og fyrsti titill Arons eftir endurkomu hans sem þjálfara Hauka og og var hann að vonum ánægður með fyrsta titil tímabilsins. ,,Við erum að vinna okkar fyrsta titil í ár hérna í kvöld og þetta var ágætis leið til þess að enda árið. Við erum búnir að eiga fínt tímabil til þessa og sýna mikinn stöðugleika. Þetta voru ágætis verðlaun fyrir það." ,,Nú þurfum við aðeins að pústa næstu vikuna og svo byrjar undirbúningurinn fyrir síðari hluta tímabilsins og við þurfum bara að halda okkur á jörðinni og vinna vel." sagði Aron að lokum.Kristján Arason: Ætlum að vinna Hauka ,,Þetta gekk ekki í kvöld, þeir voru bara betri aðilinn í leiknum og unnu sanngjarnt. Mér fannst það hafa komið bersýnilega í ljós að liðið mitt er þreytt og við vorum lengi vel á hælunum." sagði Kristján Aðspurður hvað olli þreytu liðsins vildi Kristján meina að þáttaka sinna manna í Evrópukeppninni væri að taka sinn toll ,,Evrópukeppnin er að stríða okkur. Þessi fjöldi leikja og ferðalög. Leikmennirnir virðast ekki vera að þola það. Ég er þessvegna mjög ánægður með fríið sem er handan við hornið. Við þurfum að nýta fríið og keyra okkur vel upp í formi til þess að vinna Haukana en það er akkúrat það sem við ætlum að gera." sagði Kristján að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Haukar urðu í kvöld deildarbikarmeistarar í handbolta með góðum fimm marka sigri, 25-20 á nágrönnum sínum í FH. Leikurinn var rafmagnaður og létu áhorfendur vel í sér heyra í þessum Hafnarfjarðarslag sem var haldinn í íþróttahúsinu að Strandgötu. Sigurinn vannst á gríðarlega sterkri vörn Hauka ásamt því að Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka var í góður í markinu. FH-ingar áttu lítil svör við sterkri vörn Hauka, sem voru með undirtökin allan leikinn. Stefán Rafn Sigurmannsson leikmaður Hauka bar af í sóknarleik sinna manna en hann skoraði sjö mörk í leiknum. Þórður Rafn Guðmundsson í liði Hauka átti einnig góðan leik en hann skoraði fimm mörk í leiknum. Það var fátt um fína drætti hjá FH en það var aðallega Ari Magnús Þorgeirsson sem sýndi lit í sóknarleiknum. Leikurinn fór vel af stað og var mikið jafnræði með liðunum á upphafsmínútunum. Haukar voru þó með undirtökin í upphafi og var það hlutverk FH-inga að elta. Mikil barátta einkenndi fyrri hálfleikinn og var það greinilegt að bæði lið voru tilbúin að berjast fyrir málstaðinn. FH-ingar náðu að minnka muninn í eitt mark eftir gott hraðaupphlaupsmark um miðbik fyrri hálfleiksins en eftir það tóku Haukar völdin og juku forystu sína jafnt og þétt og voru með fjögurra marka forystu þegar flautað var til leikhlés. Haukar skelltu í lás á upphafsmínútum síðari hálfleiksins og spiluðu þeir virkilega sterka vörn ásamt góðri markvörslu sem FH-ingar áttu fá svör við. Haukar héldu áfram að auka forystuna og var hún komin í átta mörk snemma í hálfleiknum. Jafnræði var með liðunum á næstu mínútum en FH-ingar voru þó ekki alveg hættir því að þeim tókst að minnka muninn og voru þeir einungis þremur mörkum undir þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum. Lokamínúturnar voru æsispennandi og fengu FH-ingar dæmda á sig tveggja brottvísun þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum ásamt því að Ísak Rafnsson var rekinn af velli fyrir ljótt brot undir lok leiks. Haukar nýttu sér liðsmuninn til fullnustu og unnu að lokum öruggan fimm marka sigur.Stefán Rafn: Það er gott að vera í Haukum í dag ,,Þetta var frábær leikur hjá okkur. Við mættum virkilega stemmdir til leiks og náðum upp flottri vörn ásamt því að markvarslan var frábær. Við héldum þeim í tuttugu mörkum hérna sem er frábært." sagði Stefán ,,Við settum okkur markmið fyrir tímabilið og við ætlum að halda þeim. Það er einn titill kominn núna og við ætlum núna að einbeita okkur að hinum. Við höfum ekki unnið titil núna í eitt og hálft ár síðan að Aron fór þannig að þetta er gaman. Það er mjög öflugt að fá hann til baka en hann er frábær þjálfari sem kemur með nýjar áherslur þannig að það er bara gaman að vera í Haukum í dag. " sagði Stefán Stefán Rafn spilaði mjög vel í sóknarleiknum í dag og var hann mjög hættulegur í langskotum sínum. Hann var að vonum sáttur með sitt framlag ,,Ég er mjög ánægður með mína frammistöðu. Ég var að finna mig ágætlega og skjóta ágætlega og liðið var að finna sig vel. Þetta gekk bara mjög vel í dag." sagði Stefán að lokumAron: Skemmir ekki fyrir að vinna FH í úrslitaleik ,,Þetta var góður sigur hjá okkur í kvöld og ekki skemmdi það fyrir að við vorum að vinna erkifjendurna í FH hérna í kvöld. Ég er gríðarlega ánægður með liðið í þessum leik. Markvarslan og vörnin var mest allan leikinn mjög góð. Við duttum þarna niður aðeins í seinni hálfleik en þá breyttum við um áherslur í vörninni og strákarnir gerðu það frábærlega." sagði Aron. Þetta var fyrsti titill Hauka á tímabilinu og fyrsti titill Arons eftir endurkomu hans sem þjálfara Hauka og og var hann að vonum ánægður með fyrsta titil tímabilsins. ,,Við erum að vinna okkar fyrsta titil í ár hérna í kvöld og þetta var ágætis leið til þess að enda árið. Við erum búnir að eiga fínt tímabil til þessa og sýna mikinn stöðugleika. Þetta voru ágætis verðlaun fyrir það." ,,Nú þurfum við aðeins að pústa næstu vikuna og svo byrjar undirbúningurinn fyrir síðari hluta tímabilsins og við þurfum bara að halda okkur á jörðinni og vinna vel." sagði Aron að lokum.Kristján Arason: Ætlum að vinna Hauka ,,Þetta gekk ekki í kvöld, þeir voru bara betri aðilinn í leiknum og unnu sanngjarnt. Mér fannst það hafa komið bersýnilega í ljós að liðið mitt er þreytt og við vorum lengi vel á hælunum." sagði Kristján Aðspurður hvað olli þreytu liðsins vildi Kristján meina að þáttaka sinna manna í Evrópukeppninni væri að taka sinn toll ,,Evrópukeppnin er að stríða okkur. Þessi fjöldi leikja og ferðalög. Leikmennirnir virðast ekki vera að þola það. Ég er þessvegna mjög ánægður með fríið sem er handan við hornið. Við þurfum að nýta fríið og keyra okkur vel upp í formi til þess að vinna Haukana en það er akkúrat það sem við ætlum að gera." sagði Kristján að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti