Innlent

Pabbinn verði áfram í varðhaldi

Mynd/Stefán
Lögreglan hyggst fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa misnotað átta ára gamlan son sinn. Mikil vinna bíður lögreglu sem ætlar að rannsaka mörg þúsundir ljósmyndir sem fundust í tölvu mannsins.

Frændi mannsins situr einnig í gæsluvarðhaldi, en samkvæmt heimildum fréttastofu stendur ekki til að krefjast framlengingar í hans tilviki.

Mennirnir voru handteknir eftir ábendingar barnaverndanefndar Kópavogs og í skýrslutökum í Barnahúsi hefur drengurinn sem er átta ára sagt frá því að faðirinn og frændinn hafi beitt hann kynferðislegu ofbeldi.

Eftir því sem fréttastofa kemst næst gaf framburður drengsins ástæðu til að ætla að mennirnir hefðu tekið myndir af misnotkunninni og því voru tölvur þeirra haldlagðar í húsleitum í síðasta mánuði.

Gögn úr þessum tölvum hafa verið afrituð og eru nú rannsökuð. Ekkert markvert hefur hins vegar enn fundist en lögregla skoðar meðal annars mörg þúsund ljósmyndir sem fundust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×