Innlent

Besti flokkurinn missir fylgi - Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig

Höskuldur Kári Schram skrifar
Fylgi Besta flokksins í borginni er í frjálsu falli samkvæmt nýrri könnun. Fjórflokkarnir bæta allir við sig fylgi en Sjálfstæðismenn mest. Sautján prósent borgarbúa treysta Jóni Gnarr.

Þetta kemur fram í könnun sem Capacent gallup gerðir fyrir borgarstjórnarflokk sjálfstæðimanna.

Fylgi Besta flokksins minnkar um helming frá kosningunum á síðasta ári. Flokkurinn fékk þá 34,7 prósent atkvæða en mælist nú með 17,1 prósent.

Samfylkingin bætir við sig rúmum tveimur prósentustigum og Vinstri grænir bæta við sig einu og hálfu.

Sjálfstæðismenn eru hins vegar í mikilli sókn. Fylgi þeirra eykst úr 33,6 prósentum í nærri 45 prósent.

Framsóknarmenn sem guldu afhroð í síðustu kosningum bæta við sig fylgi en ekki nógu miklu til að fá mann í borgarstjórn.

590 tóku afstöðu eða 67,7 prósent aðspurða.

Í könnuninni var einnig spurt hvaða oddvita í borgarstjórn fólk treystir best og féllu atkvæði eins og hér segir:

Jón Gnarr fékk 17 prósent

Dagur B. Eggertsson: 25,4 prósent

Hanna Birna Kristjánsdóttir: 50,5 prósent

Sóley Tómasdóttir: 7,1 prósent

652 tóku afstöðu eða 74,8 prósent.

Um var ræða netkönnun sem var gerð dagana 26. maí til 21. júní. 1444 voru í úrtakinu. Fjöldi svarenda var 871.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×