Íslenski boltinn

Mikil mistök hjá Fylkismönnum að fara með leikinn inn í Kópavog

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Anton
Fylkismenn spiluðu ekki á heimavelli sínum í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í gær heldur fóru með leikinn við Grindvíkinga inn í Kórinn í Kópavogi þar sem Fylkisgrasið var ekki tilbúið.

Fylkir komst í 2-0 í leiknum en varð að sætta sig við 2-3 tap og þegar betur er að gáð þá hefði Árbæingar kannski að skoða söguna aðeins betur áður en þeir fóru með leikinn inn fyrir bæjarmörk Kópavogar.

Hjörvar Hafliðason, knattspyrnusérfræðingur Stöð 2 Sport, talaði um gott gengi Grindavíkur í Kópavogi í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi og þegar tölfræðin er skoðuð þá leikur enginn vafi á því að Grindvíkingum virðist líða hvergi betur en einmitt í Kópavoginum.

Sigurinn í gær var sá sjöundi hjá Grindavíkurliðinu í átta leikjum frá aldarmótum og það sem meira er Grindavíkurliðið er að skora yfir 3 mörk að meðaltali í þessum átta leikjum.

Hér fyrir neðan má sjá hinn magnaða árangur Grindvíkinga í Kópavoginum í úrvalsdeild karla frá og með árinu 2000.





Grindvíkingar í Kópavogi í úrvalsdeildinni frá aldarmótum
Mynd/Anton
2011 Kórinn Fylkir-Grindavík 2-3 sigur

2010 Kópavogsvöllur Breiðablik-Grindavík 2-3 sigur

2009 Kópavogsvöllur Breiðablik-Grindavík 3-0 tap

2008 Kópavogsvöllur HK-Grindavík 0-2 sigur

2008 Kópavogsvöllur Breiðablik-Grindavík 3-6 sigur

2006 Kópavogsvöllur Breiðablik-Grindavík 2-3 sigur

2001 Kópavogsvöllur Breiðablik-Grindavík 2-4 sigur

2000 Kópavogsvöllur Breiðablik-Grindavík 3-4 sigur

Samantekt:

8 leikir

7 sigrar

1 tap

Markatala: 25-17 (+8)

Stig: 21 af 24 mögulegum

- Grindavík búið að skora 3,1 mark að meðaltali í leik í síðustu átta leikjum sínum í Kópavogi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×