Viðskipti erlent

Nauðungaruppboðum snarfækkar í Danmörku

Nauðungaruppboðum á fasteignum snarfækkaði í apríl miðað við mánuðinn á undan. Fækkunin nemur 40% en alls voru 301 fasteign sett á nauðungaruppboð í apríl á móti 500 slíkum uppboðum í mars.

Í frétt um málið á börsen.dk segir að fjöldi þessara nauðungaruppboða hafi þar að auki verið töluvert undir meðaltali síðustu 12 mánaða sem er 449 uppboð.

Sérfræðingar reikna með að fjöldi nauðungaruppboða verði áfram töluverður næstu tvö árin. Það skýrist af því að vextir eru byrjaðir að hækka, fasteignaverð fer áfram lækkandi og kaupmáttur almennings hefur rýrnað vegna kreppunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×