Íslenski boltinn

Dramatík í innanhúsboltanum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Grindavík sneri vonlausri stöðu sér í hag er liðið vann 3-2 sigur á Fylki í Kórnum í Kópavogi en þá fór fram fyrsti leikur í efstu deild karla innan dyra.

Fyrsta mark Íslandsmótsins í ár var skorað í leiknum en Fylkir komst tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik.

Grindavík náði þó að minnka muninn rétt áður en flautað var til leikhlés en liðið skoraði svo tvívegis í síðari hálfleik og tryggði sér sigur. Sigurmarkið kom í uppbótartíma.

Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, tók þessar myndir.

Mynd/Anton



Fleiri fréttir

Sjá meira


×