Erlent

Efndi til fegurðarsamkeppni hesta

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gurbanguly Berdymukhamedov sýndi eigin reiðfærni. Mynd/ afp.
Gurbanguly Berdymukhamedov sýndi eigin reiðfærni. Mynd/ afp.
Gurbanguly Berdymukhamedov, forseti Túrkmenistans, stóð í dag fyrir fegurðarsamkeppni hesta og ákvað í leiðinni að sýna eigin reiðfærni í heimalandi sínu. Tilgangurinn með keppninni var sá að vekja athygli á Túrkmenistan og rjúfa einangrun ríkisins.

Talið er að í Túrkmenistann séu yfir helmingur allra hesta af svokölluðu Akhal-Teke kyni, en það kyn er sérstaklega þekkt fyrir glæsileika og fallegar hreyfingar. Túrkmenistann hefur ákveðið að síðasti sunnudagur í apríl skuli vera helgar túrkmeníska reiðhestinum.

Sigurvegari keppninnar í dag var svartur stóðhestur sem ber heitið Khanbegler.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×