Innlent

Pilturinn fundinn - losaði sig við hnífinn

Pilturinn fannst á Eyrarbakk um klukkan níu í kvöld.
Pilturinn fannst á Eyrarbakk um klukkan níu í kvöld.
Lögreglan á Selfossi fann 15 ára gamlan pilt, sem framdi vopnað rán á Selfossi í dag, innanbæjar á Eyrarbakka. Þar var pilturinn á rölti í bænum en ekki er vitað hvernig hann komst þangað, en grunur leikur á að hann hafi tekið strætó.

Pilturinn er nú í skýrslutöku hjá lögreglu og haft verður samband við Barnaverndarnefnd og foreldra piltsins þegar henni lýkur. Hann var ekki með hnífinn, sem hann ógnaði afgreiðslustúlku með, á sér þegar hann fannst. Hann sagðist hafa losað sig við vopnið. Lögreglan mun leita af vopninu og býst við því að pilturinn vísi sjálfur á það.

Leitað var af piltinum frá klukkan hálf sex í dag og þar til hann fannst klukkan níu. Hann er búsettur á Suðurlandi og var ekki í annarlegu ástandi þegar lögreglan fann hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×