Orsök veikindanna enn á huldu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. ágúst 2024 12:46 Anna Margrét Halldórsdóttir starfandi sóttvarnarlæknir segir þó að ekki sé búið að staðfesta að veikindin kringum Rjúpnavelli stafi af menguðu neysluvatni. Vísir/Berghildur Tugir hafa veikst af iðrasýkingu vegna mögulegrar E.coli- mengunar á Rjúpnavöllum á Rangárvöllum. Nokkrir hafa þurft að leggjast inn. Settur sóttvarnarlæknir segir enn ekki búið staðfesta að uppruni veikindanna sé mengað neysluvatn Heilbrigðiseftirliti Suðurlands barst tilkynning 7. ágúst um einstaklinga sem höfðu gist á Rjúpnavöllum á Rangárvöllum og veikst af iðrasýkingu. Sóttvarnalæknir, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Matvælastofnun hafa síðustu daga rannsakað málið sem mögulega hópsýkingu. Fyrstu niðurstöður eru sagðar benda til mögulegrar E. coli- mengunar í neysluvatni á svæðinu sem kalli á frekari rannsóknir og aðgerðir. Uppruni smits óþekktur Anna Margrét Halldórsdóttir starfandi sóttvarnarlæknir segir að uppruni smits sé enn óþekktur og enn ekki vitað hvaða sýkill olli veikindunum. Það sé t.d. vel mögulegt að smit hafi borist með ferðalöngum og manna á milli eða með yfirborðsflötum. Þrátt fyrir að ecoli-gerlar hafi fundist sé því ekki búið að staðfesta að veikindin stafi af þeim. „Heilbrigðiseftirlit Suðurlands tók vatnssýni frá staðnum og í ljós kom að það uxu ecoli-gerlar úr því sýni. Þeir voru í litlu magni en greindust engu að síður í vatninu,“ segir Anna. Nokkrir þurft að leggjast inn Heilsugæslan skipuleggur nú sýnatökur vegna málsins en þegar hafa borist fjöldi tilkynninga um veikindi. „Veikindin virðast tengjast nokkrum hópum sem fóru þarna í gegn. Þetta gætu verið einhverjir tugir,“ segir Anna. Aðspurð um hvort svona sýking sé hættuleg svarar Anna: „Iðrasýking getur verið mjög óþægileg. Hún getur hugsanlega verið hættuleg þeim sem eru viðkvæmir fyrir og fyrir börn. Flestir jafna sig þó á nokkrum dögum. Við vitum af nokkrum einstaklingum sem hafa þurft að leggjast inn á spítala vegna þessarar sýkingar til að fá vökva í æð,“ segir hún. Fengu staðarhaldarar að vita seint af málinu? Í fréttum RÚV í gær kom fram að þeir sem reka Rjúpnavelli hafi seint fengið að vita af menguninni og ekki fyrr en Heilbrigðiseftirlitið mætti á staðinn til að taka sýni. Í tilkynningu á vef Landlæknis kemur fram að Heilbrigðiseftirlitið hafi tekið sýni þann 7. ágúst. Aðspurð um hvort staðarhaldarar á Rjúpnafelli hafi fengið of seint að vita af sýkingunum svarar Anna: „Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum þá ræddi Heilbrigðiseftirlitið við staðarhaldara þegar þeir fengu tilkynningu til sín. Það er bara verið að skoða þetta allt saman.“ Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent Fleiri fréttir „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Sjá meira
Heilbrigðiseftirliti Suðurlands barst tilkynning 7. ágúst um einstaklinga sem höfðu gist á Rjúpnavöllum á Rangárvöllum og veikst af iðrasýkingu. Sóttvarnalæknir, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Matvælastofnun hafa síðustu daga rannsakað málið sem mögulega hópsýkingu. Fyrstu niðurstöður eru sagðar benda til mögulegrar E. coli- mengunar í neysluvatni á svæðinu sem kalli á frekari rannsóknir og aðgerðir. Uppruni smits óþekktur Anna Margrét Halldórsdóttir starfandi sóttvarnarlæknir segir að uppruni smits sé enn óþekktur og enn ekki vitað hvaða sýkill olli veikindunum. Það sé t.d. vel mögulegt að smit hafi borist með ferðalöngum og manna á milli eða með yfirborðsflötum. Þrátt fyrir að ecoli-gerlar hafi fundist sé því ekki búið að staðfesta að veikindin stafi af þeim. „Heilbrigðiseftirlit Suðurlands tók vatnssýni frá staðnum og í ljós kom að það uxu ecoli-gerlar úr því sýni. Þeir voru í litlu magni en greindust engu að síður í vatninu,“ segir Anna. Nokkrir þurft að leggjast inn Heilsugæslan skipuleggur nú sýnatökur vegna málsins en þegar hafa borist fjöldi tilkynninga um veikindi. „Veikindin virðast tengjast nokkrum hópum sem fóru þarna í gegn. Þetta gætu verið einhverjir tugir,“ segir Anna. Aðspurð um hvort svona sýking sé hættuleg svarar Anna: „Iðrasýking getur verið mjög óþægileg. Hún getur hugsanlega verið hættuleg þeim sem eru viðkvæmir fyrir og fyrir börn. Flestir jafna sig þó á nokkrum dögum. Við vitum af nokkrum einstaklingum sem hafa þurft að leggjast inn á spítala vegna þessarar sýkingar til að fá vökva í æð,“ segir hún. Fengu staðarhaldarar að vita seint af málinu? Í fréttum RÚV í gær kom fram að þeir sem reka Rjúpnavelli hafi seint fengið að vita af menguninni og ekki fyrr en Heilbrigðiseftirlitið mætti á staðinn til að taka sýni. Í tilkynningu á vef Landlæknis kemur fram að Heilbrigðiseftirlitið hafi tekið sýni þann 7. ágúst. Aðspurð um hvort staðarhaldarar á Rjúpnafelli hafi fengið of seint að vita af sýkingunum svarar Anna: „Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum þá ræddi Heilbrigðiseftirlitið við staðarhaldara þegar þeir fengu tilkynningu til sín. Það er bara verið að skoða þetta allt saman.“
Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent Fleiri fréttir „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Sjá meira