Innlent

Sigríður Dúna hættir sem sendiherra

Sigríður Dúna snýr aftir í Háskóla Íslands.
Sigríður Dúna snýr aftir í Háskóla Íslands.

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir mun láta af störfum sendiherra í Osló um næstu mánaðarmót. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að Sigríður Dúna láti af störfum að eigin ósk. Hún mun taka tímabundið launalaust leyfi og hverfa síðan til starfa sinna sem prófessor við Háskóla Íslands.

„Gunnar Pálsson, fastafulltrúi Íslands gagnvart Sameinuðu þjóðunum í New York, verður sendiherra Íslands í Osló frá 1. maí," segir ennfremur. „Gréta Gunnarsdóttir, sviðsstjóri alþjóða- og öryggissviðs utanríkisráðuneytisins, tekur við sem fastafulltrúi Íslands gagnvart Sameinuðu þjóðunum frá 1. maí."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×