Segi aldrei nei við Scarlett eða Quentin Tarantino Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 4. september 2011 14:00 Heba Þórisdóttir. Það vantar ekki stórstjörnurnar á tökustað The Avengers, en Heba Þórisdóttir sér um förðun í myndinni. Scarlett Johansson er á sínum stað sem Svarta ekkjan en Heba Þórisdóttir segir aldrei nei við vinnu með Scarlett. „Ég get staðfest að ég er að vinna við þessa mynd en meira get ég ekki sagt við þig. Það er mikil öryggisgæsla í kringum þessa mynd og það má ekkert leka út," segir Heba Þórisdóttir, förðunarmeistari í Hollywood. Heba er nú að vinna með bandarísku stjörnunni Scarlett Johansson við gerð hasarmyndarinnar The Avengers. Þar sameina krafta sína allar helstu söguhetjur Marvel-myndasögurisans í baráttunni gegn tortímingu heimsins. Meðal þeirra sem bregður fyrir í myndinni eru Iron Man, sem Robert Downey Jr. leikur, Thor í meðförum Chris Hemsworth og Captain America, leikinn af Chris Evans. Scarlett leikur sem fyrr Natöshu Romanoff, Svörtu ekkjuna. Gríðarleg leynd hvílir yfir tökustaðnum og nákvæmlega ekkert má leka út um hvað fer þar fram. Marvel-myndasöguhetjurnar hafa enda notið mikilla vinsælda á hvíta tjaldin undanfarin ár og The Avengers er hugsuð sem rúsínan í pylsuendanum á þeirri miklu rússíbanareið. Heba, sem hefur marga fjöruna sopið í kvikmyndabransanum, segist ekki muna eftir annarri eins leynd. Heba hefur haft nóg fyrir stafni að undanförnu þótt hún reyni yfirleitt að halda sig í grennd við Los Angeles. „Ég vil helst ekki vinna við fleiri en tvær kvikmyndir sem teknar eru utan Los Angeles á ári," segir Heba, en hún var Cate Blanchett innan handar við gerð myndarinnar Hanna og var yfir förðuninni á gamanmyndinni Bridesmaids sem sló í gegn hér á landi. Heba gegndi sama hlutverki í kvikmyndinni We Bought a Zoo eftir Cameron Crowe, en eins og kom fram í fjölmiðlum fyrir skemmstu semur Jónsi úr Sigur Rós tónlistina við þá mynd. Heba segir að nú verði hins vegar breyting á ferlinum því yngri sonur hennar er farinn í Boston-háskólann: „Og ég get því unnið eins og brjálæðingur og átt ekkert líf," segir Heba og hlær. Næsta verkefni hennar verður Tarantino-myndin Djangho Unchained með Leonardo DiCaprio, Samuel L. Jackson, Kevin Costner og Jamie Foxx í aðalhlutverkum. „Það eru tveir skjólstæðingar sem ég segi aldrei nei við; Scarlett og Tarantino." Lífið Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Sjá meira
Það vantar ekki stórstjörnurnar á tökustað The Avengers, en Heba Þórisdóttir sér um förðun í myndinni. Scarlett Johansson er á sínum stað sem Svarta ekkjan en Heba Þórisdóttir segir aldrei nei við vinnu með Scarlett. „Ég get staðfest að ég er að vinna við þessa mynd en meira get ég ekki sagt við þig. Það er mikil öryggisgæsla í kringum þessa mynd og það má ekkert leka út," segir Heba Þórisdóttir, förðunarmeistari í Hollywood. Heba er nú að vinna með bandarísku stjörnunni Scarlett Johansson við gerð hasarmyndarinnar The Avengers. Þar sameina krafta sína allar helstu söguhetjur Marvel-myndasögurisans í baráttunni gegn tortímingu heimsins. Meðal þeirra sem bregður fyrir í myndinni eru Iron Man, sem Robert Downey Jr. leikur, Thor í meðförum Chris Hemsworth og Captain America, leikinn af Chris Evans. Scarlett leikur sem fyrr Natöshu Romanoff, Svörtu ekkjuna. Gríðarleg leynd hvílir yfir tökustaðnum og nákvæmlega ekkert má leka út um hvað fer þar fram. Marvel-myndasöguhetjurnar hafa enda notið mikilla vinsælda á hvíta tjaldin undanfarin ár og The Avengers er hugsuð sem rúsínan í pylsuendanum á þeirri miklu rússíbanareið. Heba, sem hefur marga fjöruna sopið í kvikmyndabransanum, segist ekki muna eftir annarri eins leynd. Heba hefur haft nóg fyrir stafni að undanförnu þótt hún reyni yfirleitt að halda sig í grennd við Los Angeles. „Ég vil helst ekki vinna við fleiri en tvær kvikmyndir sem teknar eru utan Los Angeles á ári," segir Heba, en hún var Cate Blanchett innan handar við gerð myndarinnar Hanna og var yfir förðuninni á gamanmyndinni Bridesmaids sem sló í gegn hér á landi. Heba gegndi sama hlutverki í kvikmyndinni We Bought a Zoo eftir Cameron Crowe, en eins og kom fram í fjölmiðlum fyrir skemmstu semur Jónsi úr Sigur Rós tónlistina við þá mynd. Heba segir að nú verði hins vegar breyting á ferlinum því yngri sonur hennar er farinn í Boston-háskólann: „Og ég get því unnið eins og brjálæðingur og átt ekkert líf," segir Heba og hlær. Næsta verkefni hennar verður Tarantino-myndin Djangho Unchained með Leonardo DiCaprio, Samuel L. Jackson, Kevin Costner og Jamie Foxx í aðalhlutverkum. „Það eru tveir skjólstæðingar sem ég segi aldrei nei við; Scarlett og Tarantino."
Lífið Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Sjá meira