Valur og Fram sitja efst og jöfn á toppi N1-deildar kvenna eftir leiki dagsins. Fram var reyndar ekki að spila deildarleik enda eru Framstelpur á ferðinni í Evrópukeppninni í dag. Liðin hafa þó spilað jafn marga leiki í deildinni.
Valur vann þá góðan tveggja marka sigur á Stjörnunni og sló Garðabæjarliðið í leiðinni úr leik í toppbaráttunni.
ÍR og Grótta eru í fallsætum deildarinnar en ÍR hefur ekki enn fengið stig í vetur.
Úrslit dagsins:
Valur-Stjarnan 26-24
FH-ÍR 29-17
Grótta-HK 16-25
Haukar-ÍBV 21-27