Umfjöllun: Stjarnan tók Snæfell í kennslustund Stefán Árni Pálsson í Ásgarði skrifar 4. mars 2011 21:36 Ryan Amaroso og Renato Lindmets í baráttunni í kvöld. Mynd/Valli Stjarnan vann frábæran sigur gegn Snæfell, 94-80, í Iceland-Exrpess deild karla í kvöld en leikurinn var hluti af 20.umferð Iceland-Express deild karla. Stjarnan hafði yfirhöndina allan leikinn og því var sigurinn aldrei í hættu. Justin Shouse og Renato Lindmets voru frábærir fyrir Stjörnuna. Gestirnir frá Stykkishólmi eru í harðri baráttu um deildarmeistaratitilinn og þurftu svo sannarlega á sigri að halda í Ásgarðinum í kvöld. Stjarnan var fyrir leikinn í 5. sæti Iceland-Express deild karla en það má lítið út af bregða svo þeir falli ekki neðar í deildinni, því var mikið undir hjá báðum liðum. Heimamenn hófu leikinn mikið mun betur og komust fljótlega í 14-4. Justin Shouse, fyrrum leikmaður Snæfells, var að gera gestunum lífið leitt og stjórnaði leik Stjörnunnar eins og herforingi. Stjarnan hélt áfram að spila sinn leik og voru ávallt skrefinu á undan í fyrsta leikhlutanum. Snæfellingar voru ískaldir og hittu skelfilega í byrjun. Staðan var 21-9 fyrir heimamenn eftir fyrsta fjórðunginn. Snæfell byrjaði annan leikhluta af miklum krafti og virtust vera búnir að finna taktinn. Fljótlega var munurinn aðeins komin niður í sex stig í stöðunni 26-20. Þá gáfu heimamenn aftur í og byrjuðu að spila boltanum virkilega vel á milli sín. Renato Lindmets, leikmaður Stjörnunnar, var að leika virkilega vel og gestirnir réðu ekkert við hann undir körfunni. Staðan var 46-36 í hálfleik og heimamenn ívið líklegri. Stjarnan hélt áfram sínu striki í þriðja leikhlutanum og gjörsamlega keyrðu yfir Snæfellinga. Justin Shouse og Renato Lindmets héldu áfram að leika frábærlega gestunum til mikillar mæðu. Munurinn var mestur 21 stig á liðinum þegar staðan var 70-49 og allt stefndi í öruggan sigur heimamanna fyrir loka leikhlutann. Í byrjun fjórða leikhlutans skiptu Snæfellingar í maður á mann vörn og pressuðu gríðarlega mikið á heimamenn. Sean Burton, leikmaður Snæfellinga, setti niður tvo þrista í röð og munurinn var allt í einu orðin 13 stig. Þá eins svo oft áður í leiknum setti heimamenn í fimmta gírinn og kláruðu leikinn með stæl. Snæfellingar eyddu miklum krafti í að mótmæla dómurum leiksins og það var greinilegt að það hafði áhrifa á leikmenn liðsins. Sigur heimamanna var aldrei í hættu og sennilega einn besti leikur Stjörnumanna í vetur. Leiknum leik með 14 stiga sigri heimamanna, 94-80. Justin Shouse átti frábæran leik fyrir Stjörnuna líkt og Renato Lindmets, en Sean Burton var í raun eini leikmaður Snæfells sem var með lífsmarki. Það verður fróðlegt að fylgjast með Stjörnunni það sem eftir er af tímabilinu en þeir eru til alls líklegir ef liðið spilar eins og í kvöld.Stjarnan-Snæfell 94-80 (21-9. 25-27, 24-17, 24-27)Stjarnan: Renato Lindmets 29/10 fráköst, Justin Shouse 23/4 fráköst/13 stoðsendingar, Guðjón Lárusson 11/5 fráköst, Fannar Freyr Helgason 9/6 fráköst, Marvin Valdimarsson 8/7 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 6, Jovan Zdravevski 5/5 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 3.Snæfell: Sean Burton 20/14 stoðsendingar, Ryan Amaroso 17/10 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 12/7 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 7, Emil Þór Jóhannsson 7, Zeljko Bojovic 6, Atli Rafn Hreinsson 4, Sveinn Arnar Davíðsson 4, Egill Egilsson 3. Dominos-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Fleiri fréttir Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Sjá meira
Stjarnan vann frábæran sigur gegn Snæfell, 94-80, í Iceland-Exrpess deild karla í kvöld en leikurinn var hluti af 20.umferð Iceland-Express deild karla. Stjarnan hafði yfirhöndina allan leikinn og því var sigurinn aldrei í hættu. Justin Shouse og Renato Lindmets voru frábærir fyrir Stjörnuna. Gestirnir frá Stykkishólmi eru í harðri baráttu um deildarmeistaratitilinn og þurftu svo sannarlega á sigri að halda í Ásgarðinum í kvöld. Stjarnan var fyrir leikinn í 5. sæti Iceland-Express deild karla en það má lítið út af bregða svo þeir falli ekki neðar í deildinni, því var mikið undir hjá báðum liðum. Heimamenn hófu leikinn mikið mun betur og komust fljótlega í 14-4. Justin Shouse, fyrrum leikmaður Snæfells, var að gera gestunum lífið leitt og stjórnaði leik Stjörnunnar eins og herforingi. Stjarnan hélt áfram að spila sinn leik og voru ávallt skrefinu á undan í fyrsta leikhlutanum. Snæfellingar voru ískaldir og hittu skelfilega í byrjun. Staðan var 21-9 fyrir heimamenn eftir fyrsta fjórðunginn. Snæfell byrjaði annan leikhluta af miklum krafti og virtust vera búnir að finna taktinn. Fljótlega var munurinn aðeins komin niður í sex stig í stöðunni 26-20. Þá gáfu heimamenn aftur í og byrjuðu að spila boltanum virkilega vel á milli sín. Renato Lindmets, leikmaður Stjörnunnar, var að leika virkilega vel og gestirnir réðu ekkert við hann undir körfunni. Staðan var 46-36 í hálfleik og heimamenn ívið líklegri. Stjarnan hélt áfram sínu striki í þriðja leikhlutanum og gjörsamlega keyrðu yfir Snæfellinga. Justin Shouse og Renato Lindmets héldu áfram að leika frábærlega gestunum til mikillar mæðu. Munurinn var mestur 21 stig á liðinum þegar staðan var 70-49 og allt stefndi í öruggan sigur heimamanna fyrir loka leikhlutann. Í byrjun fjórða leikhlutans skiptu Snæfellingar í maður á mann vörn og pressuðu gríðarlega mikið á heimamenn. Sean Burton, leikmaður Snæfellinga, setti niður tvo þrista í röð og munurinn var allt í einu orðin 13 stig. Þá eins svo oft áður í leiknum setti heimamenn í fimmta gírinn og kláruðu leikinn með stæl. Snæfellingar eyddu miklum krafti í að mótmæla dómurum leiksins og það var greinilegt að það hafði áhrifa á leikmenn liðsins. Sigur heimamanna var aldrei í hættu og sennilega einn besti leikur Stjörnumanna í vetur. Leiknum leik með 14 stiga sigri heimamanna, 94-80. Justin Shouse átti frábæran leik fyrir Stjörnuna líkt og Renato Lindmets, en Sean Burton var í raun eini leikmaður Snæfells sem var með lífsmarki. Það verður fróðlegt að fylgjast með Stjörnunni það sem eftir er af tímabilinu en þeir eru til alls líklegir ef liðið spilar eins og í kvöld.Stjarnan-Snæfell 94-80 (21-9. 25-27, 24-17, 24-27)Stjarnan: Renato Lindmets 29/10 fráköst, Justin Shouse 23/4 fráköst/13 stoðsendingar, Guðjón Lárusson 11/5 fráköst, Fannar Freyr Helgason 9/6 fráköst, Marvin Valdimarsson 8/7 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 6, Jovan Zdravevski 5/5 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 3.Snæfell: Sean Burton 20/14 stoðsendingar, Ryan Amaroso 17/10 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 12/7 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 7, Emil Þór Jóhannsson 7, Zeljko Bojovic 6, Atli Rafn Hreinsson 4, Sveinn Arnar Davíðsson 4, Egill Egilsson 3.
Dominos-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Fleiri fréttir Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Sjá meira