Innlent

Stígamót: 120 fórnarlömb leituðu til samtakanna í fyrra

Guðrún Jónsdóttir, forstöðukona Stígamóta.
Guðrún Jónsdóttir, forstöðukona Stígamóta.
Rúmlega hundrað og tuttugu fórnarlömb nauðgana og nauðgunartilrauna leituðu hjálpar hjá Stígamótum, í fyrra. Hópnauðganir voru 13 og lyfjanauðganir 17.

Samtökin Stígamót sem hafa það að markmiði að styrkja þolendur kynferðisofbeldis og berjast gegn slíkum glæpum kynntu tölur úr ársskýrslu sinni í morgun.

Þar kom meðal annars fram að ný mál sem komu til kasta samtakanna í fyrra voru 275.

Fjöldi þeirra sem leituðu hjálpar vegna nauðganna og nauðgunartilrauna voru rúmlega 120.  Hópnauðganir voru 13 og lyfjanauðganir 17.  Þegar um hópnauðganir var að ræða var fjöldi ofbeldismanna frá tveimur og upp í fjóra.

Brotin voru framin inn á heimilum fólks í um 60 prósent tilfella, en töluvert er um ofbeldi í opinberu rými. Þannig fengust Stígamót við 14  útihátíðarnauðganir  í ár, 10 kynferðisbrot áttu sér stað við eða á skemmtistöðum og rúmlega 30 kynferðisbrot sem áttu sér stað utandyra.

Ofeldismenn voru um 400 en af þeim voru 64 undir 18 ára aldri eða um 17 prósent ofbeldismanna.

Ný mál vegna kláms og vændis voru 26 en fleiri konur fylgja okkur  á milli ára úr þessum hópi en öðrum.   Þjónusta Stígamóta árið 2011 verður aukin og bætt með opnun athvarfs fyrir konur á leið úr mansali og vændi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×