Innlent

Ingimundur og Sigurjón kallaðir til vitnis í máli Baldurs

Aðalmeðferð verður fram haldið í máli gegn Baldri Guðlaugssyni fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu í dag. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum rétt fyrir hrun en Baldur átti sæti í hópi sem fjallaði um fjármálastöðugleikann í aðdraganda hrunsins.

Ingimundur Friðriksson er fyrstur á vitnalistanum, næst kemur Tryggvi Pálsson, forstöðumaður fjármálasviðs Seðlabankans. Á eftir honum ber vitni Þórður Örlygsson, regluvörður Landsbankans, þá Gunnar Viðar, forstöðumaður lögfræðiráðgjafar Landsbankans og loks Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans.

Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, er eftir daginn í dag, eina vitnið sem þá á eftir að koma fyrir dóminn. Hann er búsettur erlendis en gert er ráð fyrir að hann beri vitni sama dag og málflutningur í málinu fer fram í þarnæstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×