Íslenski boltinn

Fyrirliðinn yfirgefur Val

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Katrín Jónsdóttir fyrirliði er að yfirgefa Val.
Katrín Jónsdóttir fyrirliði er að yfirgefa Val.
Katrín Jónsdóttir fyrirliði íslands- og bikarmeistara Vals og íslenska landsliðsins hefur ákveðið að kveðja Val að sinni og ganga til liðs við sænska liðið Djurgården. Á vefsíðu Vals kemur fram að Katrín hyggi á framhaldsnám í læknisfræði í haust og þetta sé liður í þeim áformum.

„Þetta var erfið ákvörðun, stjórn knattspyrnudeildarinnar reyndi mikið að halda mér hér í sumar og gerði mér mjög gott tilboð. En það gerði útslagið að ég hef um nokkra hríð haft hug á að fara í sérnám og stíga næsta skref í mínu fagi og Djurgården mun aðstoða mig í þeim efnum" segir Katrín á vefsíðu Vals.

Katrín segir að það verði mjög erfitt að kveðja Hlíðarenda og hún muni fylgjast grannt með gengi stelpnanna um ókomna tíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×