Semur við One Little Indian 18. mars 2011 08:00 Semur við One Little Indian Kalli kemur tónlist sinni á framfæri erlendis og heldur í tónleikaferðalag um Evrópu og Bandaríkin í sumar. Hann spilar á Græna hattinum á Akureyri á morgun.Fréttablaðið/vilhelm Nýjasta plata tónlistarmannsins Kalla kemur út á erlendri grundu í maí. Hann hefur samið við breska plötufyrirtækið One Little Indian. Tónlistarmaðurinn Karl Henry Hákonarson, betur þekktur sem Kalli, hefur gert plötusamning við breska útgáfufyrirtækið One Little Indian. Fyrirtækið mun gefa út nýjustu plötu Kalla, Last Train Home, og áætlað er að platan komi út í Evrópu, Bandaríkjunum, Ástralíu og Japan í maí. Kalli segist hafa fengið mjög góð viðbrögð við plötunni á Íslandi og er því spenntur fyrir erlendu útgáfunni. „Ég hef starfað með One Little Indian áður. Ég vann með þeim þegar ég var í hljómsveitinni Tenderfoot og við gáfum út plötu hjá þeim árið 2005. Fyrstu sólóplötuna mína gaf ég líka út hjá þeim. Ég sagði svo skilið við þá fyrir tveimur árum og í raun er þetta endurnýjun á samstarfi okkar. Þetta er allt mjög jákvætt og gott," segir Kalli en hann mun fylgja plötunni eftir í sumar og ferðast um Evrópu og Bandaríkin. „Ég er alveg rosalega spenntur." Kalli segist vera byrjaður að huga að nýrri plötu, rétt aftast í kollinum. „Maður er alltaf að semja einhver ný lög. Ég hef líka verið að semja íslenska texta fyrir aðra. Mér finnst gaman að semja íslenska texta, en það tekst ekki öllum að koma lögunum sínum á framfæri á erlendri grundu á íslensku. Það er lítill markaður hér og ég vil koma tónlistinni minni sem lengst." Á laugardaginn mun Kalli halda tónleika á Græna hattinum á Akureyri. Þar mun hann spila lög af nýjustu plötunni, Last Train Home. „Ég hef ekki spilað fyrir norðan í tvö ár, svo ég er mjög spenntur fyrir tónleikunum á laugardaginn." Tónleikarnir hefjast klukkan 22.00 og er forsala hafin í verslun Eymundsson á Glerártorgi. - eeh Lífið Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Sjá meira
Nýjasta plata tónlistarmannsins Kalla kemur út á erlendri grundu í maí. Hann hefur samið við breska plötufyrirtækið One Little Indian. Tónlistarmaðurinn Karl Henry Hákonarson, betur þekktur sem Kalli, hefur gert plötusamning við breska útgáfufyrirtækið One Little Indian. Fyrirtækið mun gefa út nýjustu plötu Kalla, Last Train Home, og áætlað er að platan komi út í Evrópu, Bandaríkjunum, Ástralíu og Japan í maí. Kalli segist hafa fengið mjög góð viðbrögð við plötunni á Íslandi og er því spenntur fyrir erlendu útgáfunni. „Ég hef starfað með One Little Indian áður. Ég vann með þeim þegar ég var í hljómsveitinni Tenderfoot og við gáfum út plötu hjá þeim árið 2005. Fyrstu sólóplötuna mína gaf ég líka út hjá þeim. Ég sagði svo skilið við þá fyrir tveimur árum og í raun er þetta endurnýjun á samstarfi okkar. Þetta er allt mjög jákvætt og gott," segir Kalli en hann mun fylgja plötunni eftir í sumar og ferðast um Evrópu og Bandaríkin. „Ég er alveg rosalega spenntur." Kalli segist vera byrjaður að huga að nýrri plötu, rétt aftast í kollinum. „Maður er alltaf að semja einhver ný lög. Ég hef líka verið að semja íslenska texta fyrir aðra. Mér finnst gaman að semja íslenska texta, en það tekst ekki öllum að koma lögunum sínum á framfæri á erlendri grundu á íslensku. Það er lítill markaður hér og ég vil koma tónlistinni minni sem lengst." Á laugardaginn mun Kalli halda tónleika á Græna hattinum á Akureyri. Þar mun hann spila lög af nýjustu plötunni, Last Train Home. „Ég hef ekki spilað fyrir norðan í tvö ár, svo ég er mjög spenntur fyrir tónleikunum á laugardaginn." Tónleikarnir hefjast klukkan 22.00 og er forsala hafin í verslun Eymundsson á Glerártorgi. - eeh
Lífið Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Sjá meira