Lét drauminn rætast og gerði plötu með pabba 18. mars 2011 09:00 Oddur Snær Magnússon lét drauminn rætast og tók upp sólóplötu fyrir þrítugsafmæli sitt. „Þetta er hlutur sem ég þurfti að gera áður en ég varð þrítugur," segir Oddur Snær Magnússon, sonur tónlistarmannsins Magnúsar Kjartanssonar. Oddur Snær heldur útgáfuhóf í kvöld, daginn fyrir þrítugsafmælið sitt, í tilefni af sinni fyrstu sólóplötu, Tækifæri. Hún hefur að geyma tökulög sem hafa lengi verið í uppáhaldi hjá honum og verða þau afhjúpuð í útgáfuhófinu í kvöld. „Þetta var seinasti séns til að gera eitthvað svona og þá var náttúrulega slegið til. Ég byrjaði að vinna í þessu í janúar," segir Oddur Snær, sem er ekki þekktur fyrir sönghæfileika sína. Hann ákvað að ganga alla leið með „grínið" því hann pantaði hljóðverstíma hjá föður sínum, lét útbúa plötuumslag með mynd af sér og sendi út fréttatilkynningu til vina og vandamanna, sem komu algjörlega af fjöllum.Umslag plötunnar Tækifæri sem Oddur lét útbúa vegna afmælisins.Aðspurður segir hann að kostulegt hafi verið að vinna með föður sínum í fyrsta sinn. „Þarna var ég með einn reyndasta upptökustjóra Íslands sem hefur unnið með Geirmundi Valtýssyni, Megasi og Hallbirni Hjartarsyni. Ég var þarna í góðra manna hópi undir hans leiðsögn," segir hann léttur og telur sig hafa hitt í mark hjá föður sínum. „Ég held ég hafi komið honum einstaklega á óvart með leyndum sönghæfileikum sem ég er búinn að liggja á eins og ormur á gulli í þrjátíu ár." Oddur Snær hefur lengi staðið í skugganum af systur sinni Margréti Gauju hvað sönghæfileika varðar því hann var fjögurra ára þegar hún söng Sólarsömbu með föður þeirra í Eurovision-keppninni. „Það mætti segja að ég sé að hefna mín núna. Hún er augljóslega að farast úr öfundsýki út af þessari plötu."Magnús Kjartansson.Oddur á reyndar stuttan feril að baki sem tónlistarmaður því hann vann Músíktilraunir með hljómsveitinni Stæner árið 1998 þar sem hann spilaði á hljómborð. Einnig syngur hann með karlakór Kaffibarsins. „Þetta blundar þarna undir niðri. Það er bara spurning um að virkja það." Maggi Kjartans hafði gaman af því að vinna með syni sínum og er sérlega ánægður með bassarödd hans. „Þegar hann tilkynnti mér að hann væri kominn í kór hélt ég að ég væri að heyra vitlaust því ég hafði aldrei heyrt hann syngja," segir hann. „Ég ætla ekki að fella neinn dóm um sönghæfileika hans nema bara að hann heldur lagi og er með þessa bassarödd. En diskurinn og öll þessi uppákoma er ein stór kómedía sem hann er að búa til." freyr@frettabladid.is Lífið Tónlist Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Fleiri fréttir Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Sjá meira
„Þetta er hlutur sem ég þurfti að gera áður en ég varð þrítugur," segir Oddur Snær Magnússon, sonur tónlistarmannsins Magnúsar Kjartanssonar. Oddur Snær heldur útgáfuhóf í kvöld, daginn fyrir þrítugsafmælið sitt, í tilefni af sinni fyrstu sólóplötu, Tækifæri. Hún hefur að geyma tökulög sem hafa lengi verið í uppáhaldi hjá honum og verða þau afhjúpuð í útgáfuhófinu í kvöld. „Þetta var seinasti séns til að gera eitthvað svona og þá var náttúrulega slegið til. Ég byrjaði að vinna í þessu í janúar," segir Oddur Snær, sem er ekki þekktur fyrir sönghæfileika sína. Hann ákvað að ganga alla leið með „grínið" því hann pantaði hljóðverstíma hjá föður sínum, lét útbúa plötuumslag með mynd af sér og sendi út fréttatilkynningu til vina og vandamanna, sem komu algjörlega af fjöllum.Umslag plötunnar Tækifæri sem Oddur lét útbúa vegna afmælisins.Aðspurður segir hann að kostulegt hafi verið að vinna með föður sínum í fyrsta sinn. „Þarna var ég með einn reyndasta upptökustjóra Íslands sem hefur unnið með Geirmundi Valtýssyni, Megasi og Hallbirni Hjartarsyni. Ég var þarna í góðra manna hópi undir hans leiðsögn," segir hann léttur og telur sig hafa hitt í mark hjá föður sínum. „Ég held ég hafi komið honum einstaklega á óvart með leyndum sönghæfileikum sem ég er búinn að liggja á eins og ormur á gulli í þrjátíu ár." Oddur Snær hefur lengi staðið í skugganum af systur sinni Margréti Gauju hvað sönghæfileika varðar því hann var fjögurra ára þegar hún söng Sólarsömbu með föður þeirra í Eurovision-keppninni. „Það mætti segja að ég sé að hefna mín núna. Hún er augljóslega að farast úr öfundsýki út af þessari plötu."Magnús Kjartansson.Oddur á reyndar stuttan feril að baki sem tónlistarmaður því hann vann Músíktilraunir með hljómsveitinni Stæner árið 1998 þar sem hann spilaði á hljómborð. Einnig syngur hann með karlakór Kaffibarsins. „Þetta blundar þarna undir niðri. Það er bara spurning um að virkja það." Maggi Kjartans hafði gaman af því að vinna með syni sínum og er sérlega ánægður með bassarödd hans. „Þegar hann tilkynnti mér að hann væri kominn í kór hélt ég að ég væri að heyra vitlaust því ég hafði aldrei heyrt hann syngja," segir hann. „Ég ætla ekki að fella neinn dóm um sönghæfileika hans nema bara að hann heldur lagi og er með þessa bassarödd. En diskurinn og öll þessi uppákoma er ein stór kómedía sem hann er að búa til." freyr@frettabladid.is
Lífið Tónlist Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Fleiri fréttir Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Sjá meira