Miley Cyrus og leikarinn Liam Hemsworth hafa tekið saman aftur og virðist afskaplega hamingjusamt. Cyrus og Hemsworth kynntust við tökur á kvikmyndinni The Last Song árið 2009 og áttu í árs löngu sambandi þá. Leiðir þeirra skildu um hríð en parið tók aftur saman nú í vor.
Samkvæmt heimildarmönnum hefur Cyrus ákveðið að slaka á og eyða minni tíma úti á skemmtistöðum og hefur það verið sambandinu til happs. „Hann vildi að hún tæki því rólegar í skemmtanalífinu. Núna eyða þau meiri tíma heima bæði með hvort öðru og vinum. Þau skemmta sér vel saman og eru mjög ánægð,“ var haft eftir innanbúðarmanni.
Ánægð saman á ný
