Viðskipti erlent

Grunur um innherjasvik

Frá Wall Street. Þar gerast hlutirnir hratt, og stundum, ólöglega.
Frá Wall Street. Þar gerast hlutirnir hratt, og stundum, ólöglega.
Fjármálaeftirlitið á Wall Street í Bandaríkjunum hefur til skoðunar viðskipti vogunarsjóðsins SAC Capitol Advisors vegna gruns um innherjasvik. Frá þessu er greint á vefsíðu Wall Street Journal í dag.

Um er að ræða umfangsmikil viðskipti yfir níu ára tímabil, að sögn Wall Street Journal. SAC er einn þekktasti vogunarsjóður í heimi og er stýrt af milljarðamæringnum Steven A. Cohen.

Regluverðir sem fylgjast með viðskiptum vogunarsjóða á Wall Street fjalla um viðskipti SAC í 320 síðna skýrslu og segja þar að SAC hafi tekist með vel tímasettum viðskiptum að búa til gríðarlega mikinn gróða. Ástæða sé til þess að kanna hvort grunurinn um innherjasvik sé á rökum reistur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×