Innlent

Börnin í umsjá föður þrátt fyrir ásakanir um ofbeldi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Yngstu börnin eru á leikskólaaldri.
Yngstu börnin eru á leikskólaaldri.
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Austurlands sem féllst um daginn á kröfu föður um að þrjár dætur hans verði færðar úr umsjá móður þeirra og til hans.

Móðirin flúði með stúlkurnar frá Danmörku til Íslands vegna andlegs og líkamlegs ofbeldis sem hún segir föður stúlknanna hafa beitt sig. Þá taldi hún börnunum beinlínis stafa hætta af umgengni við föður sinn, að því er segir í dómi. Móðirin fullyrðir að hann hafa beitt þau ofbeldi.

Faðirinn höfðaði hins vegar mál vegna þess að hún nam dæturnar brott gerði honum ókleift að umgangast þær, eins og hann hefur rétt á. Stúlkurnar eru 3, 4 og 6 ára gamlar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×