Lausir við timburmennina Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 22. desember 2011 03:00 Málsóknaflóð Framleiðendur Hangover 2 hafa þurft að standa í þrennum málaferlum vegna myndarinnar. Þau mál hafa hins vegar verið leyst farsællega. Framleiðendur Hangover 2 losnuðu í vikunni við tvær málsóknir sem höfðu verið í gangi. Handritshöfundurinn Michael Alan Rubin höfðaði mál á hendur höfundum myndarinnar fyrir að hafa stolið söguþræði myndarinnar úr sjálfsævisögu sinni, Mickey and Kirin. Rubin hætti sjálfviljugur við málsóknina. Áhættuleikarinn Scott McLean, sem lék í áhættuatriði fyrir Ed Helms, er einnig hættur við að sækja framleiðendur myndarinnar til saka fyrir slys sem hann varð fyrir á tökustað. McLean fór fram á bætur vegna slyssins. Þar með hafa þrjú dómsmál verið til lykta leidd í tengslum við myndina. Eins og frægt er orðið ákvað húðflúrameistarinn S. Victor Whitmil að fara í mál við aðstandendur myndarinnar vegna meints þjófnaðar á „höfundarverki“ sínu. Í myndinni skartar persóna Ed Helms ansi myndarlegu húðflúri í andlitinu sem var nákvæmlega eins og það sem Whitmil flúraði á andlit Mike Tyson. Húðflúrið fékk að standa óáreitt í myndinni en málsaðilar náðu sáttum þótt sú niðurstaða sé trúnaðarmál. Hafa ber í huga að Hangover 2 var fjórða mest sótta mynd ársins og malaði gull í miðasölu. Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Framleiðendur Hangover 2 losnuðu í vikunni við tvær málsóknir sem höfðu verið í gangi. Handritshöfundurinn Michael Alan Rubin höfðaði mál á hendur höfundum myndarinnar fyrir að hafa stolið söguþræði myndarinnar úr sjálfsævisögu sinni, Mickey and Kirin. Rubin hætti sjálfviljugur við málsóknina. Áhættuleikarinn Scott McLean, sem lék í áhættuatriði fyrir Ed Helms, er einnig hættur við að sækja framleiðendur myndarinnar til saka fyrir slys sem hann varð fyrir á tökustað. McLean fór fram á bætur vegna slyssins. Þar með hafa þrjú dómsmál verið til lykta leidd í tengslum við myndina. Eins og frægt er orðið ákvað húðflúrameistarinn S. Victor Whitmil að fara í mál við aðstandendur myndarinnar vegna meints þjófnaðar á „höfundarverki“ sínu. Í myndinni skartar persóna Ed Helms ansi myndarlegu húðflúri í andlitinu sem var nákvæmlega eins og það sem Whitmil flúraði á andlit Mike Tyson. Húðflúrið fékk að standa óáreitt í myndinni en málsaðilar náðu sáttum þótt sú niðurstaða sé trúnaðarmál. Hafa ber í huga að Hangover 2 var fjórða mest sótta mynd ársins og malaði gull í miðasölu.
Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein